Unnu saman 15 tíma á dag fyrir Milestone samhliða vinnu hjá saksóknara Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2012 12:21 Embætti sértaks saksóknara kærði mennina tvo til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot, en um er að ræða brot á 136. gr. hgl. og skyldu ákvæði í lögreglulögum. Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot unnu í sjö vikur að meðaltali 15 klukkustundir á dag fyrir þrotabú Milestone síðastliðið haust á meðan þeir voru í fullu starfi fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt tímaskýrslum fyrirtækisins Pars Per Pars, sem fréttastofan hefur undir höndum, unnu þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson alls 831 tíma á tímabilinu 24. september - 17. nóvember 2011 fyrir þrotabú Milestone á meðan þeir voru í fullu starfi hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta eru 831 vinnustund á 54 dögum. Á tímabilinu eru helgar líka og þetta eru að meðaltali rúmlega 15 klukkustundir á dag. Mennirnir eru tveir og hafi þeir skipt vinnunni jafnt á milli sín er þetta 7 og hálf vinnustund á dag. Þess skal getað að meðal vinnudagur er á bilinu 8 til 9 stundir. Þetta vekur upp spurningar um hvort mennirnir hafi á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara verið að vinna samtímis fyrir þrotabúið. Jafnvel þótt þungi vinnunnar hafi birst um helgar er ljóst að þeir unnu mikið fyrir þrotabúið á virkum dögum, en ekki liggur fyrir hvort það var utan vinnutíma. Mennirnir hafa þurft að vinna mjög mikið á kvöldin, miðað við þennan fjölda vinnustunda. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gat ekki svarað því hvort grunsemdir væru um að mennirnir hafi á vinnutíma unnið fyrir þrotabúið. Hann sagði að eftir að mennirnir hefðu verið kærðir vegna brots á þagnarskyldu væri málið hjá ríkissaksóknara. Embættið gæti ekki tjáð sig um málsatvik sem væru undir í rannsókninni. „Við þurfum að bera fyrir okkur í þess að þetta sé í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Við getum ekki tjáð okkur um málsatvik sem eru í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Þeir voru ekki í skertu vinnuhlutfalli hér. Það hefur marg oft komið fram að þeir voru í fullu starfi hér," segir Ólafur Þór. Fréttastofan hefur marg ítrekað reynt að fá viðtöl við mennina en þeir hafa ekki svarað símtölum. Annar mannanna, Jón Óttar Ólafsson, neitar því í samtali við Morgunblaðið að hafa unnið fyrir þrotabúið á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara. Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot unnu í sjö vikur að meðaltali 15 klukkustundir á dag fyrir þrotabú Milestone síðastliðið haust á meðan þeir voru í fullu starfi fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt tímaskýrslum fyrirtækisins Pars Per Pars, sem fréttastofan hefur undir höndum, unnu þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson alls 831 tíma á tímabilinu 24. september - 17. nóvember 2011 fyrir þrotabú Milestone á meðan þeir voru í fullu starfi hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta eru 831 vinnustund á 54 dögum. Á tímabilinu eru helgar líka og þetta eru að meðaltali rúmlega 15 klukkustundir á dag. Mennirnir eru tveir og hafi þeir skipt vinnunni jafnt á milli sín er þetta 7 og hálf vinnustund á dag. Þess skal getað að meðal vinnudagur er á bilinu 8 til 9 stundir. Þetta vekur upp spurningar um hvort mennirnir hafi á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara verið að vinna samtímis fyrir þrotabúið. Jafnvel þótt þungi vinnunnar hafi birst um helgar er ljóst að þeir unnu mikið fyrir þrotabúið á virkum dögum, en ekki liggur fyrir hvort það var utan vinnutíma. Mennirnir hafa þurft að vinna mjög mikið á kvöldin, miðað við þennan fjölda vinnustunda. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gat ekki svarað því hvort grunsemdir væru um að mennirnir hafi á vinnutíma unnið fyrir þrotabúið. Hann sagði að eftir að mennirnir hefðu verið kærðir vegna brots á þagnarskyldu væri málið hjá ríkissaksóknara. Embættið gæti ekki tjáð sig um málsatvik sem væru undir í rannsókninni. „Við þurfum að bera fyrir okkur í þess að þetta sé í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Við getum ekki tjáð okkur um málsatvik sem eru í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Þeir voru ekki í skertu vinnuhlutfalli hér. Það hefur marg oft komið fram að þeir voru í fullu starfi hér," segir Ólafur Þór. Fréttastofan hefur marg ítrekað reynt að fá viðtöl við mennina en þeir hafa ekki svarað símtölum. Annar mannanna, Jón Óttar Ólafsson, neitar því í samtali við Morgunblaðið að hafa unnið fyrir þrotabúið á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara.
Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30
Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00
Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59
Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45