Útdráttur úr ávörpum forsetaefnanna BBI skrifar 30. maí 2012 22:43 Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Í framsöguræðu sinni sagði Andrea Ólafsdóttir mikilvægt að forsetinn veitti þinginu aðhald. Hún sagði að þó rómantískt væri að ímynda sér hlutverk forsetans sem ópólitískt væri svo einfaldlega ekki. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins. Þegar gjá myndast milli þings og þjóðar gæti forsetinn verið mikilvægt pólitískt afl. Ari Trausti lagði áherslu að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar. Hann væri hvorki málpípa eins flokks né í stríði við þing og þjóð. Forsetinn væri ekki Hrói höttur heldur maður orðsins. Ástþór Magnússon taldi að fyrsta verk forseta ætti að vera að efna til friðarfundar til að ná sátt meðal þingmanna. Hann gagnrýndi fjölmiðla landsins mjög í ávarpi sínu og sagði þá ráðskast með lýðræðið. Hann taldi að forseti ætti að halda námskeið fyrir starfsmenn fjölmiðla í lýðræði og loks lýsti hann því yfir að Þóra Arnórsdóttir væri fjölmiðlagæs sem matreidd væri ofan í þjóðina. Hannes Bjarnason sagði að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu og gera sitt til að sætta stríðandi hópa í samfélaginu. Hann taldi forsetann ekki eiga að vera pólitískan. Hann hóf ávarp sitt á því að kynna sig og rökstuddi það með því að hann væri minnst þekktur allra frambjóðendanna. Herdís Þorgeirsdóttir hafði áhyggjur af þeim sterku fjármálaöflum sem hafa áhrif á stjórnmálin almennt og taldi mikið áhyggjuefni að þau væru stöðugt að eflast. Vegna þessara afla fannst henni flókið mál að tala um stjórnarskrárfrumvarpið og stjórnskipan landsins. Engu að síður fór hún vel yfir frumvarp Stjórnlagaráðs. Ólafur Ragnar Grímson sagði í ávarpi sínu að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar, sem leiddi til hrunsins, ekki hafa falist í stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna og því flokkakerfi sem myndast hefur á Íslandi síðustu ár. Núverandi stjórnarskrá Íslands telur hann hafa staðist þá eldraun sem hrunið var með sóma en engu að síður fannst Ólafi ýmsar athyglisverðar hugmyndir koma fram í nýja frumvarpi Stjórnlagaráðs. Þóra Arnórsdóttir fjallaði ítarlega um þær breytingar sem tillögur stjórnlagaráðs munu hafa á forsetaembættið. Eftir sem áður taldi hún vægi forsetans haldast svipað þó hlutverkið tæki ákveðnum breytingum. Hún sagði að málskotsréttur forsetans væri efnislega óbreyttur í nýju stjórnarskránni en taldi ólíklegt að forsetinn myndi beita honum, enda væri hann hugsaður sem neyðarúrræði. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Í framsöguræðu sinni sagði Andrea Ólafsdóttir mikilvægt að forsetinn veitti þinginu aðhald. Hún sagði að þó rómantískt væri að ímynda sér hlutverk forsetans sem ópólitískt væri svo einfaldlega ekki. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins. Þegar gjá myndast milli þings og þjóðar gæti forsetinn verið mikilvægt pólitískt afl. Ari Trausti lagði áherslu að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar. Hann væri hvorki málpípa eins flokks né í stríði við þing og þjóð. Forsetinn væri ekki Hrói höttur heldur maður orðsins. Ástþór Magnússon taldi að fyrsta verk forseta ætti að vera að efna til friðarfundar til að ná sátt meðal þingmanna. Hann gagnrýndi fjölmiðla landsins mjög í ávarpi sínu og sagði þá ráðskast með lýðræðið. Hann taldi að forseti ætti að halda námskeið fyrir starfsmenn fjölmiðla í lýðræði og loks lýsti hann því yfir að Þóra Arnórsdóttir væri fjölmiðlagæs sem matreidd væri ofan í þjóðina. Hannes Bjarnason sagði að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu og gera sitt til að sætta stríðandi hópa í samfélaginu. Hann taldi forsetann ekki eiga að vera pólitískan. Hann hóf ávarp sitt á því að kynna sig og rökstuddi það með því að hann væri minnst þekktur allra frambjóðendanna. Herdís Þorgeirsdóttir hafði áhyggjur af þeim sterku fjármálaöflum sem hafa áhrif á stjórnmálin almennt og taldi mikið áhyggjuefni að þau væru stöðugt að eflast. Vegna þessara afla fannst henni flókið mál að tala um stjórnarskrárfrumvarpið og stjórnskipan landsins. Engu að síður fór hún vel yfir frumvarp Stjórnlagaráðs. Ólafur Ragnar Grímson sagði í ávarpi sínu að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar, sem leiddi til hrunsins, ekki hafa falist í stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna og því flokkakerfi sem myndast hefur á Íslandi síðustu ár. Núverandi stjórnarskrá Íslands telur hann hafa staðist þá eldraun sem hrunið var með sóma en engu að síður fannst Ólafi ýmsar athyglisverðar hugmyndir koma fram í nýja frumvarpi Stjórnlagaráðs. Þóra Arnórsdóttir fjallaði ítarlega um þær breytingar sem tillögur stjórnlagaráðs munu hafa á forsetaembættið. Eftir sem áður taldi hún vægi forsetans haldast svipað þó hlutverkið tæki ákveðnum breytingum. Hún sagði að málskotsréttur forsetans væri efnislega óbreyttur í nýju stjórnarskránni en taldi ólíklegt að forsetinn myndi beita honum, enda væri hann hugsaður sem neyðarúrræði.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent