Innlent

Ísland komst áfram

Gréta Salóme og Jónsi komust áfram á úrslitakvöld söngvakeppni Eurovision í Bakú í Aserbaídsjan. Ljóst var að lagið Never Forget, sam Gréta samdi, færi áfram þegar þriðja umslagið var opnað.

Alls fara tíu lög áfram í kvöld en þetta er fyrri undankeppni keppninnar. Sú seinni fer fram á fimmtudaginn.

Sjálf úrslitin fara fram á laugardaginn.

Hægt er að sjá Grétu og Jónsa flytja lagið hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Gert grín að Gretu og Jónsa

Íslenski hópurinn er beðinn um að taka sig ekki of alvarlega í Eurovisionkeppninni í meðfylgjandi myndskeiði. Þar er gert góðlátlegt grín að Gretu Salóme og Jónsa sem flytja framlag Íslands Never Forget í undankeppninni í kvöld...

Gréta Salóme: Síðasta rennsli fyrir keppni gekk vel

„Það er alveg svakalega góð stemning hérna," segir Gréta Salóme Stefánsdóttir, lagahöfundur og annar flytjandi íslenska Eurovision lagsins. Þáttastjórnendur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis ræddu við Grétu í dag en hún var þá nýstigin af sviði í Bakú.

Flutningur Grétu og Jónsa gekk vel - Svartfjallaland vekur athygli

Íslenski Eurovision-hópurinn stóð sig með stakri prýði þegar þau stigu á svið í Kristalshöllinni í Bakú í kvöld. Þau Gréta Salóme og Jónsi voru önnur í röðinni en það var Svartfjallaland sem opnaði söngvakeppnina í ár.

Jónsi fær almennilegar móttökur

"Aserar eru yndislegir, kurteisir og almennilegir í alla staði,“ segir Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, um lífið í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan. Þar er heitt í veðri, eða 25 til 30 stiga hiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×