Innlent

Gréta Salóme: Síðasta rennsli fyrir keppni gekk vel

Jónsi og Gréta Salóme.
Jónsi og Gréta Salóme. mynd/Daníel
„Það er alveg svakalega góð stemning hérna," segir Gréta Salóme Stefánsdóttir, lagahöfundur og annar flytjandi íslenska Eurovision lagsins. Þáttastjórnendur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis ræddu við Grétu í dag en hún var þá nýstigin af sviði í Bakú.

„Við vorum að taka seinna rennsli á laginu og það gekk eins og í sögu," segir Gréta. „Við erum náttúrulega búin að æfa lagið mikið — þetta er í raun komið í vöðvaminnið núna."

Fyrri undankeppni söngvakeppninnar fer fram í kvöld. Gréta, Jónsi og föruneyti þeirra eru önnur í röð keppenda á svið. Veðbankar ytra spá Íslendingum góðu gengi í keppninni í ár en Gréta segist þó gefa lítið fyrir slíkar spár.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gréta tekur þátt í Eurovision. Hún segir keppnina vera magnaða upplifun. „Það er alltaf erfitt að keppa í tónlist. Ómögulegt er að segja hvað verður ofan á, lagið sjálft, flutningurinn eða umgjörðin."

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Grétu Salóme hér fyrir ofan. Þá er einnig hægt að hlusta á lagið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×