Innlent

Safna hjólum fyrir efnaminni börn

Hjól sem standa óhreyfð inni í bílskúr geta nú öðlast nýtt líf. Barnaheill og hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon standa fyrir hjólasöfnun á landsvísu sem stendur til 11. júní næstkomandi.

Hjólum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar og Hringrásar um landið allt og hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hjólin sem safnast verða gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent af mæðrastyrksnefndum að lokinni hjólreiðakeppninni, WOW Cyclothon, 22. júní næstkomandi.

Þann 16. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg við að koma hjólunum í stand áður en þau fara í dreifingu. Þá koma saman sérfræðingar í reiðhjólaviðgerðum, liðin sem taka þátt í WOW Cyclothon, sjálfboðaliðar og fleira fólk sem vill leggja söfnuninni lið.

Hér fyrir ofan má sjá umfjöllun Íslands í dag um málið þar sem meðal annars er rætt við Skúla Mogensen, stofnanda og stjórnarformann WOW.


Tengdar fréttir

Krakkar í Álfhólsskóla komu færandi hendi

Hressir krakkar í 7 EJ í Álfhólsskóla í Kópavogi komu með gömul hjól og gáfu í söfnun Barnaheilla og Wow Cyclothon fyrir hádegi í dag. Söfnunin stendur til 11. júní næstkomandi. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar og Hringrásar um landið allt og hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Á leiðinni fundu börnin að afhendingarstað fundu börnin í Álfhólsskóla eitt hjól. Það var svo gamalt og úrelt að börnin drógu þá ályktun að enginn ætti það og kipptu þau hjólinu því með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×