Innlent

Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson skoðar Facebook síðu sína á kosningaskrifstofunni sinni í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson skoðar Facebook síðu sína á kosningaskrifstofunni sinni í dag.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar.

„Það er alvarlegt ef sá sem er að bjóða sig fram til þess að gegna embætti forseta lýsir því skýrt yfir í viðtali að hún telji það hlutverk forsetans að fylgja utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ólafur Ragnar Grímsson.

„Það er í fyrsta lagi rangt stjórnskipunarlega séð vegna þess að það er ekkert í stjórnarskránni eða lögum sem segir að forsetinn eigi að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ólafur. Hann sagði að þetta væri líka rangt sögulega séð. Sagði Ólafur meðal annars að Ásgeir Ásgeirsson hafi beitt sér gegn utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar á árunum 1956-1958. Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, hefði líka beitt sér fyrir sjálfstæðri utanríkisstefnu.

Eins og komið hefur fram í dag markaði útvarpsviðtalið upphaf kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar, en hann opnaði vef og kosningaskrifstofu í dag.


Tengdar fréttir

Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald.

Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.