Innlent

Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá því að hann tók ákvörðun um að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Jóhanna talaði gegn mér í mars á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar," sagði Ólafur í samtali við Sigurjón M. Egilsson á Bylgjunni í morgun. Það væri afar óvenjulegt að formaður stjórnmálaflokks talaði gegn forsetanum á flokkstjórnarfundi í sínum flokki.

Í viðtali Sigurjóns við Ólaf var meðal annars rætt um framboð Þóru Arnórsdóttur, en hún hefur mælst með meira fylgi en Ólafur í þeim könnunum sem hafa þegar verið gerðar. Ólafur Ragnar segir þó ekki koma til greina að draga framboð sitt til baka.

Þá sagði Ólafur Ragnar Grímsson að fiskveiðistjórnunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar væru vel til þess fallin að þau yrðu sett í þjóðaratkvæðagreiðslu og hann útilokaði ekki að hann myndi gera slíkt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×