Kvótamálin heppileg í þjóðaratkvæðagreiðslu - viðtalið í heild
„Ég hef haft það sem grundvallarreglu að lýsa ekki þeirri afstöðu, þegar frumvörp eru til meðferðar á alþingi, hvað forseti kynni að gera við þessar aðstæður. En hitt er alveg ljóst og það er alveg í samræmi vð málflutning forystumanna núverandi ríkisstjórnar og reyndar stjórnarandstöðuflokkanna líka að kvótamálið er, orðrétt samkvæmt þeirra eigin ummælum, stærsta mál þjóðarinnar," sagði Ólafur Ragnar.
Hann sagði að þarna væri um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Það væri því eðlilegt að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu ef einhver hluti þjóðarinnar kallaði eftir því. Ólafur sagði að hann fengi ekki séð hvernig forystumenn ríkisstjórnarinnar, hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Steingrímur J. Sigfússon, gætu lagst gegn því.
Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fylgdist með viðtalinu við Ólaf Ragnar. Sjá má viðtalið með því að smella hér.
Tengdar fréttir

Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald.

Forsetinn segir Jóhönnu vera í herferð gegn sér
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki fyrirgefið sér afstöðu sína í Icesave málinu. Forsætisráðherra og aðstoðarmaður hennar hafi verið í herferð gegn sér frá þeim tíma.

Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar.