Innlent

Hells Angels stofnuðu góðgerðarsamtök til að halda utan um "varnarsjóð“

Hells Angels á Íslandi hafa um nokkurt skeið stefnt að því að opna húðflúrstofu á undir merkjum House of Pain en það er alþjóðleg keðja á vegum Hells Angels. Í skýrslu starfshóps lögreglunnar um starfsemi Hells Angels hér á landi segir að þar hafi líka staðið til að selja ýmsan varning og fatnað til stuðnings samtökunum en lögregla telur að sala slíks varnings sé hugsuð til að byggja upp svokallaðan „varnarsjóð".

Í skýrslunni segir að tilgangur slíkra sjóða sé að „veita meðlimum sem standa í málaferlum fjárhagslega aðstoð. Í slíkum sjóði sem rekinn er á Norðurlöndum (Defence Fund Scandinavia) er tilganguri einnig að greiða kostnað vegna ýmissa mála sem gætu skaðað vélhjólasamfélagið."

Þessu til viðbótar kemur fram í skýrslunni að Hells Angels á Íslandi hafi stofnað góðgerðarsamtök sem bera nafnið „Englar ljóssins". Samtökin eru með heimilisfang í Faxafeni, á sama stað og til stóð að opna húðflúrstofuna. Tilgangur félagsins er samkvæmt umsókninni um skráningu kennitölu „efling manngæsku".

„Þrír stjórnarmenn eru skráðir og voru tveir þeirra meðlimir til reynslu og sá þriðji áhangandi þegar samtökin voru stofnuð," segir ennfremur í skýrslunni. Þá segir að lögreglan búi yfir upplýsingum þess efnis að tilgangur þessa félags sé að „halda utan um fjármuni varasjóðsins án þess að eiga á hættu að slíkt fé yrði haldlagt eða fryst af yfirvöldum." Ennfremur kemur fram að lögreglan búi ekki yfir upplýsingum um fjárhagslega stöðu sjóðsins.


Tengdar fréttir

Vítisenglar safna upplýsingum um lögreglumenn

Lögregluyfirvöld, bæði hér á Íslandi og erlendis, hafa orðið þess áskynja að meðlimir vélhjólasamtakanna Vítisengla safni upplýsingum um lögreglu og starfsmenn hennar. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögreglan vann um starfsemi Vítisengla og Vísir hefur undir höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×