Lífið

Langyngsti makinn

Hrafn Malmquist.
Hrafn Malmquist. Mynd/Arnþór
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, tilkynnti formlega um framboð sitt til embættis forseta Íslands á blaðamannafundi í vikunni.

Fari svo að Andrea nái kjöri má telja víst að Hrafn Malmquist, maður hennar, muni fylgja henni á Bessastaði. Ef svo fer verður Hrafn langyngsti maki forseta í Íslandssögunni. Hrafn er fæddur árið 1982, tíu árum yngri en Andrea, en sjálfan vantar hann fimm ár upp á til að verða kjörgengur í embætti forseta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×