Innlent

Tillögur um brýr yfir Elliðaárósa kynntar

Vinningstillagan
Vinningstillagan mynd/TEIKNISTOFAN TRÖÐ
Vinningstillaga um göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa og hjólaleið um norðurenda Geirsnefns var kynnt í dag.

Höfundar tillögunnar eru Teiknistofan Tröð og þau Hans-Olav Andersen og Sigríður Magnúsdóttir, arkitektar.

Í áliti dómnefndar um verðlaunatillöguna segir: „Einfalt en jafnframt frumlegt og djarft form einkennir tillöguna. Styrkur tillögunnar er tvímælalaust einfalt og sterkt burðarform, sem felur í sér nýstárlega nálgun viðfangsefnisins."

Þá reiknar dómnefndin með að mannvirkið geti orðið ákveðið kennileiti og vakið áhuga fólks til útivistar á svæðinu.

Hægt er að lesa nánar um vinningstillögurnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×