Aðstæður fjölskyldufólks oft til skammar í ósamþykktum íbúðum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 4. maí 2012 20:00 Meirihluti þeirra sem býr í ósamþykktu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er fjölskyldufólk en aðstæður þeirra eru oft til skammar og fær á slökkviliðsmenn að sögn slökkviliðsstjóra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gerði fyrir um fimm árum úttekt á óleyfisíbúðum á höfuðborgarsvæðinu og mat það svo að íbúar í slíkum íbúðum væru á bilinu þrjú til fimm þúsund. Slökkviliðsmenn telja að fjöldinn sé nú svipaður en þó hefur breyting orðið á. Áður fyrr voru farandverkamenn stór hluti íbúanna en nú er barnafjölskyldur í meirihluta. „Mínir menn eiga náttúrulega alfarið að horfa á eldvarnirnar en það er ekki hægt að líta framhjá því að það hefur áhrif á þá þegar þeir sjá aðstæðurnar, við hvaða aðstæður fólk er að búa. Þetta getur verið allt frá því að vera til fyrirmyndar niður í skamm Íslendingur," Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS. Oft á tíðum veit fólk hreinlega ekki að það búi í ósamþykktum íbúðum líkt og Kamil sem við ræddum við í gær en hann og fjórir sambýlingar hans voru hætt komnir þegar eldur braust út í ósamþykktu íbúðarhúsnæði að Vesturvör 27 í gær. Um fjörutíu búa þar í tveimur byggingum og segist fyrrum íbúi sem fréttastofa ræddi við ekki hafa líkað vistin enda hafi þar verið músagangur, krökk af kakkalökkum og brunavarnir ekki í lagi. Jón Viðar segir ábyrgðina liggja hjá eigendum og að þeir sem leigi út ósamþykktar íbúðir eigi að vera meðvitaðir um lög og reglugerðir. Heldurðu að það séu margir að nýta sér hreinlega neyð fólks. „Ef ég gef mér að allir viti hvað þeir eru að gera, þá er svarið já við spurningunni," svarar Jón Viðar. Hafið þið þurft að kæra eigendur eða þá sem eru að leigja út? „Við höfum kært eigendur og við vorum fyrir stuttu síðan að gera það en við höfum reynt að vera í leiðbeiningahlutanum og lokum því sem þarf að loka. Því við þurfum líka að horfa á ef þetta fólk fer úr þessu úrræði, í hvaða annað úrræði fer það. Er það kannski lakara heldur en það sem það er í núna því ekki viljum við að fólk sé á götunni," segir Jón Viðar að lokum. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Meirihluti þeirra sem býr í ósamþykktu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er fjölskyldufólk en aðstæður þeirra eru oft til skammar og fær á slökkviliðsmenn að sögn slökkviliðsstjóra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gerði fyrir um fimm árum úttekt á óleyfisíbúðum á höfuðborgarsvæðinu og mat það svo að íbúar í slíkum íbúðum væru á bilinu þrjú til fimm þúsund. Slökkviliðsmenn telja að fjöldinn sé nú svipaður en þó hefur breyting orðið á. Áður fyrr voru farandverkamenn stór hluti íbúanna en nú er barnafjölskyldur í meirihluta. „Mínir menn eiga náttúrulega alfarið að horfa á eldvarnirnar en það er ekki hægt að líta framhjá því að það hefur áhrif á þá þegar þeir sjá aðstæðurnar, við hvaða aðstæður fólk er að búa. Þetta getur verið allt frá því að vera til fyrirmyndar niður í skamm Íslendingur," Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS. Oft á tíðum veit fólk hreinlega ekki að það búi í ósamþykktum íbúðum líkt og Kamil sem við ræddum við í gær en hann og fjórir sambýlingar hans voru hætt komnir þegar eldur braust út í ósamþykktu íbúðarhúsnæði að Vesturvör 27 í gær. Um fjörutíu búa þar í tveimur byggingum og segist fyrrum íbúi sem fréttastofa ræddi við ekki hafa líkað vistin enda hafi þar verið músagangur, krökk af kakkalökkum og brunavarnir ekki í lagi. Jón Viðar segir ábyrgðina liggja hjá eigendum og að þeir sem leigi út ósamþykktar íbúðir eigi að vera meðvitaðir um lög og reglugerðir. Heldurðu að það séu margir að nýta sér hreinlega neyð fólks. „Ef ég gef mér að allir viti hvað þeir eru að gera, þá er svarið já við spurningunni," svarar Jón Viðar. Hafið þið þurft að kæra eigendur eða þá sem eru að leigja út? „Við höfum kært eigendur og við vorum fyrir stuttu síðan að gera það en við höfum reynt að vera í leiðbeiningahlutanum og lokum því sem þarf að loka. Því við þurfum líka að horfa á ef þetta fólk fer úr þessu úrræði, í hvaða annað úrræði fer það. Er það kannski lakara heldur en það sem það er í núna því ekki viljum við að fólk sé á götunni," segir Jón Viðar að lokum.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira