Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur Boði Logason skrifar 23. apríl 2012 14:46 Geir ræddi við blaðamenn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. mynd/frikki þór „Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var þungur á brún og heitt í hamsi þegar hann ræddi við fréttamenn. „Það er sýknað þegar kemur að öllum efnisatriðum í málinu. Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu, og svo vægilegt er það, að ekki er refsað fyrir það. Þetta smáatriði er formsatriði og formbrot. Sá dómur er fáránlegur, og reyndar er hann meira en það - hann er sprenghlægilegur. Það er verulega merkilegt að níu dómarar í Landsdómi dæmi fyrir slíkt formbrot. Ef ég hef verið sekur um að brjóta stjórnarskránna, hvað þetta varðar, þá hafa allir forsætisráðherrar landsins frá því að Íslendingar fengu fullveldi, gerst sekir um það sama. Ég er sekur fyrir hönd þeirra alla," sagði Geir. Þá sagði hann að það væri stórfurðulegt að pólitíkin í landinu hefði laumað sér inn í þennan virðulega dómstól. „Ég lýsti því yfir þegar þetta mál var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms og reis ekki gegn því trausti. Pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn, frekar en hrein lögfræðileg atriði." Geir sendi frá sér yfirlýsingu sem má lesa í viðhengi með þessari frétt. Landsdómur Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
„Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var þungur á brún og heitt í hamsi þegar hann ræddi við fréttamenn. „Það er sýknað þegar kemur að öllum efnisatriðum í málinu. Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu, og svo vægilegt er það, að ekki er refsað fyrir það. Þetta smáatriði er formsatriði og formbrot. Sá dómur er fáránlegur, og reyndar er hann meira en það - hann er sprenghlægilegur. Það er verulega merkilegt að níu dómarar í Landsdómi dæmi fyrir slíkt formbrot. Ef ég hef verið sekur um að brjóta stjórnarskránna, hvað þetta varðar, þá hafa allir forsætisráðherrar landsins frá því að Íslendingar fengu fullveldi, gerst sekir um það sama. Ég er sekur fyrir hönd þeirra alla," sagði Geir. Þá sagði hann að það væri stórfurðulegt að pólitíkin í landinu hefði laumað sér inn í þennan virðulega dómstól. „Ég lýsti því yfir þegar þetta mál var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms og reis ekki gegn því trausti. Pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn, frekar en hrein lögfræðileg atriði." Geir sendi frá sér yfirlýsingu sem má lesa í viðhengi með þessari frétt.
Landsdómur Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira