Innlent

"Niðurstöðurnar koma ekki á óvart"

Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi.
Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi.
Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunarinnar sem Vísir stóð fyrir um helgina komi honum ekki á óvart.

Alls voru 7874 atkvæði greidd í könnuninni. Hannes hlaut 32 atkvæði og er stuðningur við framboð hans því innan við eitt prósent.

„Hvað mitt framboð varðar þá er þetta ósköp eðlilegt," segir Hannes. „Fyrst og fremst vegna þess að ég er óþekktur og hef ekki verið áberandi í fjölmiðlum hér á landi."

Síðustu 14 ár hefur Hannes verið búsettur í Noregi. Hann er nú kominn til landsins og hefur hafið hringferð sína um landið.

„Það gefur auga leið að kosningabarátta mín krefst öðruvísi nálgunar miðað við aðra frambjóðendur," segir Hannes. „Ég þarf að vinna miklu meira á grasrótinni en þeir frambjóðendur sem eru þekktir úr sjónvarpi og fjölmiðlum. Ég mun ekki mælast hátt í könnunum fyrr en í lok maí eða byrjun júní."


Tengdar fréttir

"Ég mun ekki gefast upp"

"Það er augljóst að lýðræðið er ekki virkt á Íslandi,“ segir Jón Lárusson, forsetaframbjóðandi, aðspurður um nýlega skoðanakönnun Vísi. Jón mældist þar með minna en eitt prósent atkvæða.

Þóra með átta prósentustiga forskot á Ólaf Ragnar

Þóra Arnórsdóttir nýtur mests stuðnings hjá þeim sem tóku þátt í könnun Vísis á fylgi þeirra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Könnunin stóð frá föstudegi og fram á mánudag og var þáttakan gríðarlega góð.

Þóra og Ari þakklát fyrir stuðninginn

"Ég er afskaplega þakklát," sagði Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi en hún nýtur mest stuðnings hjá þeim sem tóku þátt í skoðanakönnun Vísis um helgina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×