Innlent

Helmingur vill Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 49% landsmanna ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur í komandi forsetakosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar. Ólafur Ragnar Grímsson mælist með um 35% fylgi. Ari Trausti Guðmundsson er með 11,5% fylgi á meðan aðrir eru með um eða undir 3%.

Könnunin var send á netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands þann 24. apríl síðastliðinn. Valið er í panelinn eftir tilviljunarúrtaki úr Þjóðskrá og gögnin að auki vigtuð með tilliti til aldurs, kyns og búsetu svo þau endurspegli þjóðina. Könnunin var send á 1961 þátttakendur og alls svöruðu 1379. Svarhlutfallið er því 70%.

Niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem unnin er með slembiúrtaki, eru nokkuð líkar niðurstöðum óvísindalegrar netkönnunar sem Vísir gerði um síðustu helgi. Í þeirri könnun mældist Þóra með 43% stuðning, Ólafur Ragnar Grímsson með 35%, Ari Trausti Guðmundsson með 14% og Herdís Þorgeirsdóttir með fimm prósent fylgi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×