Kattardráp í Grafarvogi: Eigandi læðunnar gagnrýnir yfirvöld 10. apríl 2012 10:33 Mynd/AP Eigandi læðunnar sem Husky hundar drápu í Grafarvogi fyrir páska gagnrýnir það sem hann kallar sinnuleysi yfirvalda í málinu og segir hann óeðlilegt að eigandi hundanna skuli hafa fengið þá aftur í sína umsjá eftir atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Vilhelm Jónsson, eigandi læðunnar, sem hét Lóló, sendir frá sér í dag. Að hans mati getur ekki talist eðlilegt hvernig málið hefur þróast, en hann lagði strax fram kæru á eiganda hundanna. „Miðað við hversu óábyrgt hundaeigandi og haldari hafa talað í fjölmiðlum varðandi dráp hunda sinna ásamt því hvernig málið hefur verið afgreitt má teljast vítavert að ekki sé búið að svipta þau leyfi til hundahalds. Ekki er um neina sátt að ræða varðandi hundana, þar sem heil fjölskylda er í sárum eftir þennan verknað." Þá krefst Vilhelm þess að yfirvöld afgreiði málið í samræmi við lög og reglur. „Hefði þegar í upphafi verið tekið með eðlilegum hætti á fyrri brotum hundaeigandans hefði mátt koma í veg fyrir mál sem þetta."Yfirlýsingu Vilhelms má sjá í heild sinni hér að neðan:Husky hundaárásin í Grafarvogi á kisuna LólóSinnuleysi virðist alltof oft einkenna verk lögreglu og önnur yfirvöld er málið varðar jafnvel þó lög kveði skýrt á um hvernig skuli vera tekið á málum. Óeðlilegt er að lögreglan hafi látið hundana aftur í vörslu eigandans eftir fólskulega árás þeirra í Foldahverfi. Við skýrslutöku hjá lögreglu var lögð þung áhersla á að tekið yrði á málinu af festu þar sem kærandi gaf sérstaklega til kynna að hann efaðist um að svo yrði, þar sem oft hefur verið fréttaflutningur af ómarkvissum vinnubrögðum lögreglu. Miðað við þá miklu umfjöllun sem hefur einkennt málið undanfarna daga getur engan vegin talist eðlilegt að yfirvöld hafi látið málið viðgangast með þessum hætti. Oft virðast vera borið fyrir sig að aðrir eigi eftir að klára vinnuna sína til að hylja eigið sleifarlag. Jafnvel þó svo sé ber yfirvöldum skylda til að fylgja málum eftir í eðlilegu ferli. Ömurlegt er að það þurfi að reka mál í fjölmiðlum til að embættismanna kerfið taki við sér eins og lög gera ráð fyrir. Tæplega getur talist vönduð stjórnsýsla að hundaeigandi hafi komist upp með að halda hundunum eftir árásirnar sem hafa ítrekað átt sér stað. Miðað við hversu óábyrgt hundaeigandi og haldari hafa talað í fjölmiðlum varðandi dráp hunda sinna ásamt hvernig málið hefur verið afgreitt má teljast vítavert að ekki sé búið að svipta þau leyfi til hundahalds. Ekki er um neina sátt að ræða varðandi hundana, þar sem heil fjölskylda er í sárum eftir þennan verknað. Þess er krafist að yfirvöld afgreiði málið í samræmi við lög og reglur. Hefði þegar í upphafi verið tekið með eðlilegum hætti á fyrri brotum hundaeigandans hefði mátt koma í veg fyrir mál sem þetta. Fjórir hundar sem voru taldir vera Husky reyndar í bandi, voru að spóka sig í góða veðrinu annan í páskum múllausir í miðju íbúðahverfi í Grafarvogi hvort um sama eiganda er að ræða skal ósagt látið. Ég tel það rétt og skylt að benda sérstakalega barnafólki að íhuga það vel áður en það skilur börnin sín eftir utandyra, eftir fólskulega árás hundanna tveggja á kisuna þar sem þeir voru báðir með hana í kjaftinum. Grafarvogi 10.apríl 2012 Vilhelm Jónsson Kærandi Tengdar fréttir "Allir hundar eru rándýr" "Allir hundar eru rándýr. Það er í eðli þeirra að veiða en eigandinn á að stjórna hundinum,“ sagði Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari hjá Gallerý Voff. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. apríl 2012 20:30 Hundurinn hafði áður drepið Eigandi læðunnar kærði í gær eiganda hundsins Birnu til lögreglu en þessi sama tík réðist á og drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um árið. Það atvik var einnig kært til lögreglu en endaði með dómssátt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði nágranni, sem varð vitni að þeirri árás, hundana hafa ógnað bæði eiganda kattarins og þeim sem komu honum til hjálpar. 3. apríl 2012 18:37 Hundaeigandinn kærður til lögreglu Eigandi tveggja hunda af Husky kyni sem drápu kött í foldahverfinu í Grafarvogi í gær hefur verið kærður til lögreglu. Árásin var svo grimmileg að dýrið hryggbrotnaði. 2. apríl 2012 12:06 Kvartað undan lausagöngu Husky-hunda í Grafarvogi Kvartað hefur verið undan lausagöngu Siberian Husky-hunda í Grafarvogi að undanförnu en tveir slíkir léku þar lausum hala í gær og drap annar þeirra kött. Eigandinn, sem hefur sex Husky-hunda í sinni umsjá, var kærður í morgun. 2. apríl 2012 18:32 Tveir hundar drápu kött og fóru hálfir ofan í barnavagn Tilkynning barst til lögreglunnar í dag um að tveir stórir hvítir hundar hefðu ráðist á kött fyrir utan hús í foldahverfinu í Grafarvogi. Hundarnir hlupu síðan í burtu. Nokkru síðar kom önnur tilkynning um að sömu hundar hefðu farið hálfir ofan í barnavagn skammt frá þar sem þeir réðust á köttinn. 1. apríl 2012 20:19 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Eigandi læðunnar sem Husky hundar drápu í Grafarvogi fyrir páska gagnrýnir það sem hann kallar sinnuleysi yfirvalda í málinu og segir hann óeðlilegt að eigandi hundanna skuli hafa fengið þá aftur í sína umsjá eftir atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Vilhelm Jónsson, eigandi læðunnar, sem hét Lóló, sendir frá sér í dag. Að hans mati getur ekki talist eðlilegt hvernig málið hefur þróast, en hann lagði strax fram kæru á eiganda hundanna. „Miðað við hversu óábyrgt hundaeigandi og haldari hafa talað í fjölmiðlum varðandi dráp hunda sinna ásamt því hvernig málið hefur verið afgreitt má teljast vítavert að ekki sé búið að svipta þau leyfi til hundahalds. Ekki er um neina sátt að ræða varðandi hundana, þar sem heil fjölskylda er í sárum eftir þennan verknað." Þá krefst Vilhelm þess að yfirvöld afgreiði málið í samræmi við lög og reglur. „Hefði þegar í upphafi verið tekið með eðlilegum hætti á fyrri brotum hundaeigandans hefði mátt koma í veg fyrir mál sem þetta."Yfirlýsingu Vilhelms má sjá í heild sinni hér að neðan:Husky hundaárásin í Grafarvogi á kisuna LólóSinnuleysi virðist alltof oft einkenna verk lögreglu og önnur yfirvöld er málið varðar jafnvel þó lög kveði skýrt á um hvernig skuli vera tekið á málum. Óeðlilegt er að lögreglan hafi látið hundana aftur í vörslu eigandans eftir fólskulega árás þeirra í Foldahverfi. Við skýrslutöku hjá lögreglu var lögð þung áhersla á að tekið yrði á málinu af festu þar sem kærandi gaf sérstaklega til kynna að hann efaðist um að svo yrði, þar sem oft hefur verið fréttaflutningur af ómarkvissum vinnubrögðum lögreglu. Miðað við þá miklu umfjöllun sem hefur einkennt málið undanfarna daga getur engan vegin talist eðlilegt að yfirvöld hafi látið málið viðgangast með þessum hætti. Oft virðast vera borið fyrir sig að aðrir eigi eftir að klára vinnuna sína til að hylja eigið sleifarlag. Jafnvel þó svo sé ber yfirvöldum skylda til að fylgja málum eftir í eðlilegu ferli. Ömurlegt er að það þurfi að reka mál í fjölmiðlum til að embættismanna kerfið taki við sér eins og lög gera ráð fyrir. Tæplega getur talist vönduð stjórnsýsla að hundaeigandi hafi komist upp með að halda hundunum eftir árásirnar sem hafa ítrekað átt sér stað. Miðað við hversu óábyrgt hundaeigandi og haldari hafa talað í fjölmiðlum varðandi dráp hunda sinna ásamt hvernig málið hefur verið afgreitt má teljast vítavert að ekki sé búið að svipta þau leyfi til hundahalds. Ekki er um neina sátt að ræða varðandi hundana, þar sem heil fjölskylda er í sárum eftir þennan verknað. Þess er krafist að yfirvöld afgreiði málið í samræmi við lög og reglur. Hefði þegar í upphafi verið tekið með eðlilegum hætti á fyrri brotum hundaeigandans hefði mátt koma í veg fyrir mál sem þetta. Fjórir hundar sem voru taldir vera Husky reyndar í bandi, voru að spóka sig í góða veðrinu annan í páskum múllausir í miðju íbúðahverfi í Grafarvogi hvort um sama eiganda er að ræða skal ósagt látið. Ég tel það rétt og skylt að benda sérstakalega barnafólki að íhuga það vel áður en það skilur börnin sín eftir utandyra, eftir fólskulega árás hundanna tveggja á kisuna þar sem þeir voru báðir með hana í kjaftinum. Grafarvogi 10.apríl 2012 Vilhelm Jónsson Kærandi
Tengdar fréttir "Allir hundar eru rándýr" "Allir hundar eru rándýr. Það er í eðli þeirra að veiða en eigandinn á að stjórna hundinum,“ sagði Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari hjá Gallerý Voff. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. apríl 2012 20:30 Hundurinn hafði áður drepið Eigandi læðunnar kærði í gær eiganda hundsins Birnu til lögreglu en þessi sama tík réðist á og drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um árið. Það atvik var einnig kært til lögreglu en endaði með dómssátt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði nágranni, sem varð vitni að þeirri árás, hundana hafa ógnað bæði eiganda kattarins og þeim sem komu honum til hjálpar. 3. apríl 2012 18:37 Hundaeigandinn kærður til lögreglu Eigandi tveggja hunda af Husky kyni sem drápu kött í foldahverfinu í Grafarvogi í gær hefur verið kærður til lögreglu. Árásin var svo grimmileg að dýrið hryggbrotnaði. 2. apríl 2012 12:06 Kvartað undan lausagöngu Husky-hunda í Grafarvogi Kvartað hefur verið undan lausagöngu Siberian Husky-hunda í Grafarvogi að undanförnu en tveir slíkir léku þar lausum hala í gær og drap annar þeirra kött. Eigandinn, sem hefur sex Husky-hunda í sinni umsjá, var kærður í morgun. 2. apríl 2012 18:32 Tveir hundar drápu kött og fóru hálfir ofan í barnavagn Tilkynning barst til lögreglunnar í dag um að tveir stórir hvítir hundar hefðu ráðist á kött fyrir utan hús í foldahverfinu í Grafarvogi. Hundarnir hlupu síðan í burtu. Nokkru síðar kom önnur tilkynning um að sömu hundar hefðu farið hálfir ofan í barnavagn skammt frá þar sem þeir réðust á köttinn. 1. apríl 2012 20:19 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
"Allir hundar eru rándýr" "Allir hundar eru rándýr. Það er í eðli þeirra að veiða en eigandinn á að stjórna hundinum,“ sagði Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari hjá Gallerý Voff. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. apríl 2012 20:30
Hundurinn hafði áður drepið Eigandi læðunnar kærði í gær eiganda hundsins Birnu til lögreglu en þessi sama tík réðist á og drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um árið. Það atvik var einnig kært til lögreglu en endaði með dómssátt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði nágranni, sem varð vitni að þeirri árás, hundana hafa ógnað bæði eiganda kattarins og þeim sem komu honum til hjálpar. 3. apríl 2012 18:37
Hundaeigandinn kærður til lögreglu Eigandi tveggja hunda af Husky kyni sem drápu kött í foldahverfinu í Grafarvogi í gær hefur verið kærður til lögreglu. Árásin var svo grimmileg að dýrið hryggbrotnaði. 2. apríl 2012 12:06
Kvartað undan lausagöngu Husky-hunda í Grafarvogi Kvartað hefur verið undan lausagöngu Siberian Husky-hunda í Grafarvogi að undanförnu en tveir slíkir léku þar lausum hala í gær og drap annar þeirra kött. Eigandinn, sem hefur sex Husky-hunda í sinni umsjá, var kærður í morgun. 2. apríl 2012 18:32
Tveir hundar drápu kött og fóru hálfir ofan í barnavagn Tilkynning barst til lögreglunnar í dag um að tveir stórir hvítir hundar hefðu ráðist á kött fyrir utan hús í foldahverfinu í Grafarvogi. Hundarnir hlupu síðan í burtu. Nokkru síðar kom önnur tilkynning um að sömu hundar hefðu farið hálfir ofan í barnavagn skammt frá þar sem þeir réðust á köttinn. 1. apríl 2012 20:19