Innlent

"Allir hundar eru rándýr"

Mynd/AP
„Allir hundar eru rándýr. Það er í eðli þeirra að veiða en eigandinn á að stjórna hundinum," sagði Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari hjá Gallerý Voff. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Hún var spurð álits um árásir tveggja Siberian Husky-hunda í gær.

Hún sagði að þessi tiltekna tegund hunda sé afar falleg og að auðvelt sé að falla fyrir þeim. Hún tók fram að þrátt fyrir útlit þeirra þá séu Husky-hundar ekki af úlfakyni. „Það er þó stutt í villidýrið í Husky-hundum," sagði Ásta.

Hún sagði að Husky-hundarnir séu afar sterkbyggðir og það geti reynst erfitt að stjórna þeim. „Það þarf ákveðna skapgerð til að stjórna þeim," sagði Ásta. „Hundurinn verður frekur þegar hann þarf ekki að upplifa neitt mótmæli. Það þarf að setja þeim mörk."

„Ef þeir fá sífellt að ráða öllu þá verða þeir bara hortugir eins og bankastjórar í góðæri," sagði Ásta.

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Ástu hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Hundaeigandinn kærður til lögreglu

Eigandi tveggja hunda af Husky kyni sem drápu kött í foldahverfinu í Grafarvogi í gær hefur verið kærður til lögreglu. Árásin var svo grimmileg að dýrið hryggbrotnaði.

Kvartað undan lausagöngu Husky-hunda í Grafarvogi

Kvartað hefur verið undan lausagöngu Siberian Husky-hunda í Grafarvogi að undanförnu en tveir slíkir léku þar lausum hala í gær og drap annar þeirra kött. Eigandinn, sem hefur sex Husky-hunda í sinni umsjá, var kærður í morgun.

Tveir hundar drápu kött og fóru hálfir ofan í barnavagn

Tilkynning barst til lögreglunnar í dag um að tveir stórir hvítir hundar hefðu ráðist á kött fyrir utan hús í foldahverfinu í Grafarvogi. Hundarnir hlupu síðan í burtu. Nokkru síðar kom önnur tilkynning um að sömu hundar hefðu farið hálfir ofan í barnavagn skammt frá þar sem þeir réðust á köttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×