Innlent

Tveir hundar drápu kött og fóru hálfir ofan í barnavagn

Siberian Husky hundar eru almennt álitnir gæfir hundar.
Siberian Husky hundar eru almennt álitnir gæfir hundar.
Tilkynning barst til lögreglunnar í dag um að tveir stórir hvítir hundar hefðu ráðist á kött fyrir utan hús í foldahverfinu í Grafarvogi. Hundarnir hlupu síðan í burtu. Nokkru síðar kom önnur tilkynning um að sömu hundar hefðu farið hálfir ofan í barnavagn skammt frá þar sem þeir réðust á köttinn.

Sjónarvottar sögðu við lögreglu að hundarnir hlýddu ekki þótt kallað væri á þá. Þá lýsti vegfarandi því að annar hundurinn hefði verið blóðugur um kjaftinn eftir að hafa ráðist á köttinn, sem drapst í átökunum samkvæmt tilkynningu lögreglunnar.

Þeir fundu síðar tvo hvíta hunda af Siberian Husky kyni á hlaupum um hverfið og veittu þeim eftirför. Lögregluþjónarnir misstu sjónar á þeim um skamma stund en fundu þá aftur á Fjallkonuvegi.

Lögreglumönnunum tókst að loka hundana inni í garði og kom eigandinn á vettvang með ólar og tók hundana í sýna vörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×