Kattardráp í Grafarvogi: Eigandi læðunnar gagnrýnir yfirvöld 10. apríl 2012 10:33 Mynd/AP Eigandi læðunnar sem Husky hundar drápu í Grafarvogi fyrir páska gagnrýnir það sem hann kallar sinnuleysi yfirvalda í málinu og segir hann óeðlilegt að eigandi hundanna skuli hafa fengið þá aftur í sína umsjá eftir atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Vilhelm Jónsson, eigandi læðunnar, sem hét Lóló, sendir frá sér í dag. Að hans mati getur ekki talist eðlilegt hvernig málið hefur þróast, en hann lagði strax fram kæru á eiganda hundanna. „Miðað við hversu óábyrgt hundaeigandi og haldari hafa talað í fjölmiðlum varðandi dráp hunda sinna ásamt því hvernig málið hefur verið afgreitt má teljast vítavert að ekki sé búið að svipta þau leyfi til hundahalds. Ekki er um neina sátt að ræða varðandi hundana, þar sem heil fjölskylda er í sárum eftir þennan verknað." Þá krefst Vilhelm þess að yfirvöld afgreiði málið í samræmi við lög og reglur. „Hefði þegar í upphafi verið tekið með eðlilegum hætti á fyrri brotum hundaeigandans hefði mátt koma í veg fyrir mál sem þetta."Yfirlýsingu Vilhelms má sjá í heild sinni hér að neðan:Husky hundaárásin í Grafarvogi á kisuna LólóSinnuleysi virðist alltof oft einkenna verk lögreglu og önnur yfirvöld er málið varðar jafnvel þó lög kveði skýrt á um hvernig skuli vera tekið á málum. Óeðlilegt er að lögreglan hafi látið hundana aftur í vörslu eigandans eftir fólskulega árás þeirra í Foldahverfi. Við skýrslutöku hjá lögreglu var lögð þung áhersla á að tekið yrði á málinu af festu þar sem kærandi gaf sérstaklega til kynna að hann efaðist um að svo yrði, þar sem oft hefur verið fréttaflutningur af ómarkvissum vinnubrögðum lögreglu. Miðað við þá miklu umfjöllun sem hefur einkennt málið undanfarna daga getur engan vegin talist eðlilegt að yfirvöld hafi látið málið viðgangast með þessum hætti. Oft virðast vera borið fyrir sig að aðrir eigi eftir að klára vinnuna sína til að hylja eigið sleifarlag. Jafnvel þó svo sé ber yfirvöldum skylda til að fylgja málum eftir í eðlilegu ferli. Ömurlegt er að það þurfi að reka mál í fjölmiðlum til að embættismanna kerfið taki við sér eins og lög gera ráð fyrir. Tæplega getur talist vönduð stjórnsýsla að hundaeigandi hafi komist upp með að halda hundunum eftir árásirnar sem hafa ítrekað átt sér stað. Miðað við hversu óábyrgt hundaeigandi og haldari hafa talað í fjölmiðlum varðandi dráp hunda sinna ásamt hvernig málið hefur verið afgreitt má teljast vítavert að ekki sé búið að svipta þau leyfi til hundahalds. Ekki er um neina sátt að ræða varðandi hundana, þar sem heil fjölskylda er í sárum eftir þennan verknað. Þess er krafist að yfirvöld afgreiði málið í samræmi við lög og reglur. Hefði þegar í upphafi verið tekið með eðlilegum hætti á fyrri brotum hundaeigandans hefði mátt koma í veg fyrir mál sem þetta. Fjórir hundar sem voru taldir vera Husky reyndar í bandi, voru að spóka sig í góða veðrinu annan í páskum múllausir í miðju íbúðahverfi í Grafarvogi hvort um sama eiganda er að ræða skal ósagt látið. Ég tel það rétt og skylt að benda sérstakalega barnafólki að íhuga það vel áður en það skilur börnin sín eftir utandyra, eftir fólskulega árás hundanna tveggja á kisuna þar sem þeir voru báðir með hana í kjaftinum. Grafarvogi 10.apríl 2012 Vilhelm Jónsson Kærandi Tengdar fréttir "Allir hundar eru rándýr" "Allir hundar eru rándýr. Það er í eðli þeirra að veiða en eigandinn á að stjórna hundinum,“ sagði Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari hjá Gallerý Voff. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. apríl 2012 20:30 Hundurinn hafði áður drepið Eigandi læðunnar kærði í gær eiganda hundsins Birnu til lögreglu en þessi sama tík réðist á og drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um árið. Það atvik var einnig kært til lögreglu en endaði með dómssátt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði nágranni, sem varð vitni að þeirri árás, hundana hafa ógnað bæði eiganda kattarins og þeim sem komu honum til hjálpar. 3. apríl 2012 18:37 Hundaeigandinn kærður til lögreglu Eigandi tveggja hunda af Husky kyni sem drápu kött í foldahverfinu í Grafarvogi í gær hefur verið kærður til lögreglu. Árásin var svo grimmileg að dýrið hryggbrotnaði. 2. apríl 2012 12:06 Kvartað undan lausagöngu Husky-hunda í Grafarvogi Kvartað hefur verið undan lausagöngu Siberian Husky-hunda í Grafarvogi að undanförnu en tveir slíkir léku þar lausum hala í gær og drap annar þeirra kött. Eigandinn, sem hefur sex Husky-hunda í sinni umsjá, var kærður í morgun. 2. apríl 2012 18:32 Tveir hundar drápu kött og fóru hálfir ofan í barnavagn Tilkynning barst til lögreglunnar í dag um að tveir stórir hvítir hundar hefðu ráðist á kött fyrir utan hús í foldahverfinu í Grafarvogi. Hundarnir hlupu síðan í burtu. Nokkru síðar kom önnur tilkynning um að sömu hundar hefðu farið hálfir ofan í barnavagn skammt frá þar sem þeir réðust á köttinn. 1. apríl 2012 20:19 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Eigandi læðunnar sem Husky hundar drápu í Grafarvogi fyrir páska gagnrýnir það sem hann kallar sinnuleysi yfirvalda í málinu og segir hann óeðlilegt að eigandi hundanna skuli hafa fengið þá aftur í sína umsjá eftir atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Vilhelm Jónsson, eigandi læðunnar, sem hét Lóló, sendir frá sér í dag. Að hans mati getur ekki talist eðlilegt hvernig málið hefur þróast, en hann lagði strax fram kæru á eiganda hundanna. „Miðað við hversu óábyrgt hundaeigandi og haldari hafa talað í fjölmiðlum varðandi dráp hunda sinna ásamt því hvernig málið hefur verið afgreitt má teljast vítavert að ekki sé búið að svipta þau leyfi til hundahalds. Ekki er um neina sátt að ræða varðandi hundana, þar sem heil fjölskylda er í sárum eftir þennan verknað." Þá krefst Vilhelm þess að yfirvöld afgreiði málið í samræmi við lög og reglur. „Hefði þegar í upphafi verið tekið með eðlilegum hætti á fyrri brotum hundaeigandans hefði mátt koma í veg fyrir mál sem þetta."Yfirlýsingu Vilhelms má sjá í heild sinni hér að neðan:Husky hundaárásin í Grafarvogi á kisuna LólóSinnuleysi virðist alltof oft einkenna verk lögreglu og önnur yfirvöld er málið varðar jafnvel þó lög kveði skýrt á um hvernig skuli vera tekið á málum. Óeðlilegt er að lögreglan hafi látið hundana aftur í vörslu eigandans eftir fólskulega árás þeirra í Foldahverfi. Við skýrslutöku hjá lögreglu var lögð þung áhersla á að tekið yrði á málinu af festu þar sem kærandi gaf sérstaklega til kynna að hann efaðist um að svo yrði, þar sem oft hefur verið fréttaflutningur af ómarkvissum vinnubrögðum lögreglu. Miðað við þá miklu umfjöllun sem hefur einkennt málið undanfarna daga getur engan vegin talist eðlilegt að yfirvöld hafi látið málið viðgangast með þessum hætti. Oft virðast vera borið fyrir sig að aðrir eigi eftir að klára vinnuna sína til að hylja eigið sleifarlag. Jafnvel þó svo sé ber yfirvöldum skylda til að fylgja málum eftir í eðlilegu ferli. Ömurlegt er að það þurfi að reka mál í fjölmiðlum til að embættismanna kerfið taki við sér eins og lög gera ráð fyrir. Tæplega getur talist vönduð stjórnsýsla að hundaeigandi hafi komist upp með að halda hundunum eftir árásirnar sem hafa ítrekað átt sér stað. Miðað við hversu óábyrgt hundaeigandi og haldari hafa talað í fjölmiðlum varðandi dráp hunda sinna ásamt hvernig málið hefur verið afgreitt má teljast vítavert að ekki sé búið að svipta þau leyfi til hundahalds. Ekki er um neina sátt að ræða varðandi hundana, þar sem heil fjölskylda er í sárum eftir þennan verknað. Þess er krafist að yfirvöld afgreiði málið í samræmi við lög og reglur. Hefði þegar í upphafi verið tekið með eðlilegum hætti á fyrri brotum hundaeigandans hefði mátt koma í veg fyrir mál sem þetta. Fjórir hundar sem voru taldir vera Husky reyndar í bandi, voru að spóka sig í góða veðrinu annan í páskum múllausir í miðju íbúðahverfi í Grafarvogi hvort um sama eiganda er að ræða skal ósagt látið. Ég tel það rétt og skylt að benda sérstakalega barnafólki að íhuga það vel áður en það skilur börnin sín eftir utandyra, eftir fólskulega árás hundanna tveggja á kisuna þar sem þeir voru báðir með hana í kjaftinum. Grafarvogi 10.apríl 2012 Vilhelm Jónsson Kærandi
Tengdar fréttir "Allir hundar eru rándýr" "Allir hundar eru rándýr. Það er í eðli þeirra að veiða en eigandinn á að stjórna hundinum,“ sagði Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari hjá Gallerý Voff. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. apríl 2012 20:30 Hundurinn hafði áður drepið Eigandi læðunnar kærði í gær eiganda hundsins Birnu til lögreglu en þessi sama tík réðist á og drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um árið. Það atvik var einnig kært til lögreglu en endaði með dómssátt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði nágranni, sem varð vitni að þeirri árás, hundana hafa ógnað bæði eiganda kattarins og þeim sem komu honum til hjálpar. 3. apríl 2012 18:37 Hundaeigandinn kærður til lögreglu Eigandi tveggja hunda af Husky kyni sem drápu kött í foldahverfinu í Grafarvogi í gær hefur verið kærður til lögreglu. Árásin var svo grimmileg að dýrið hryggbrotnaði. 2. apríl 2012 12:06 Kvartað undan lausagöngu Husky-hunda í Grafarvogi Kvartað hefur verið undan lausagöngu Siberian Husky-hunda í Grafarvogi að undanförnu en tveir slíkir léku þar lausum hala í gær og drap annar þeirra kött. Eigandinn, sem hefur sex Husky-hunda í sinni umsjá, var kærður í morgun. 2. apríl 2012 18:32 Tveir hundar drápu kött og fóru hálfir ofan í barnavagn Tilkynning barst til lögreglunnar í dag um að tveir stórir hvítir hundar hefðu ráðist á kött fyrir utan hús í foldahverfinu í Grafarvogi. Hundarnir hlupu síðan í burtu. Nokkru síðar kom önnur tilkynning um að sömu hundar hefðu farið hálfir ofan í barnavagn skammt frá þar sem þeir réðust á köttinn. 1. apríl 2012 20:19 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
"Allir hundar eru rándýr" "Allir hundar eru rándýr. Það er í eðli þeirra að veiða en eigandinn á að stjórna hundinum,“ sagði Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari hjá Gallerý Voff. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. apríl 2012 20:30
Hundurinn hafði áður drepið Eigandi læðunnar kærði í gær eiganda hundsins Birnu til lögreglu en þessi sama tík réðist á og drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um árið. Það atvik var einnig kært til lögreglu en endaði með dómssátt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði nágranni, sem varð vitni að þeirri árás, hundana hafa ógnað bæði eiganda kattarins og þeim sem komu honum til hjálpar. 3. apríl 2012 18:37
Hundaeigandinn kærður til lögreglu Eigandi tveggja hunda af Husky kyni sem drápu kött í foldahverfinu í Grafarvogi í gær hefur verið kærður til lögreglu. Árásin var svo grimmileg að dýrið hryggbrotnaði. 2. apríl 2012 12:06
Kvartað undan lausagöngu Husky-hunda í Grafarvogi Kvartað hefur verið undan lausagöngu Siberian Husky-hunda í Grafarvogi að undanförnu en tveir slíkir léku þar lausum hala í gær og drap annar þeirra kött. Eigandinn, sem hefur sex Husky-hunda í sinni umsjá, var kærður í morgun. 2. apríl 2012 18:32
Tveir hundar drápu kött og fóru hálfir ofan í barnavagn Tilkynning barst til lögreglunnar í dag um að tveir stórir hvítir hundar hefðu ráðist á kött fyrir utan hús í foldahverfinu í Grafarvogi. Hundarnir hlupu síðan í burtu. Nokkru síðar kom önnur tilkynning um að sömu hundar hefðu farið hálfir ofan í barnavagn skammt frá þar sem þeir réðust á köttinn. 1. apríl 2012 20:19