Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2012 18:30 Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. Tveir yfirmenn breska félagsins Asco, Norðmaðurinn Runar Hatletvedt og Skotinn Neil Patterson, hafa ásamt fulltrúum Olíudreifingar skoðað hafnir á Norður- og Austurlandi undanfarna daga en einnig metið aðra þjónustu í viðkomandi bæjum og hafa síðustu tvo daga verið gerðar viljayfirlýsingar við viðkomandi sveitarfélög um þrjár hafnir sem þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleit; Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að fyrsta niðurstaða fulltrúa Asco, miðað við fyrstu kynni, sé að allir þessir staðir geti komið mjög vel til greina. Athygli vekur að hvorki Vopnafjörður né Þórshöfn eru með en þeir staðir hafa þó ekki verið útilokaðir. Asco er einnig að huga að þjónustuhöfn vegna leitar við Austur- Grænland en þar kemur Norðurland sterkt inn. Runar Hatletvedt frá Asco, sem þjónustaði olíuleit við Vestur-Grænland, segir að Grænland hafi möguleika á að nýta þjónustumiðstöðvar á Íslandi, sé horft til siglingatíma og þeirra innviða sem þegar séu til staðar á Íslandi. Þjónustumiðstöðin í Sandnessjöen í Noregi er meðal þeirra sem Asco hefur byggt upp en það er stærsta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum og rekur sextán slíkar stöðvar í fimm heimsálfum. Hörður Gunnarssson hvetur til þess að farið verði rólega af stað og menn hvorki offjárfesti né hlaupi fram úr sjálfum sér í væntingum eða fjárfestingum í byrjun en þarna séu þó greinilega mjög miklir möguleikar. Asco-menn telja að stutt geti verið í fyrsta borpallinn á Drekann. Runar Hatletvedt segir að frá því leitarleyfum sé úthlutað sé það þeirra reynsla að reikna megi með fyrstu starfsemi á svæðinu eftir eitt, tvö eða þrjú ár, með olíuborpalli. Það sé raunhæft. -Svo þetta gæti gerst býsna fljótt? "Já. Við erum að tala um tvö eða þrjú ár. Það er alveg mögulegt," svarar Runar Hatletvedt, sem er framkvæmdastjóri Asco í Norður-Evrópu. Hörður Gunnarsson segir að menn verði einnig að vera tilbúnir að viðurkenna að þetta geti tekið kannski allt að tíu ár að verða að veruleika. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. Tveir yfirmenn breska félagsins Asco, Norðmaðurinn Runar Hatletvedt og Skotinn Neil Patterson, hafa ásamt fulltrúum Olíudreifingar skoðað hafnir á Norður- og Austurlandi undanfarna daga en einnig metið aðra þjónustu í viðkomandi bæjum og hafa síðustu tvo daga verið gerðar viljayfirlýsingar við viðkomandi sveitarfélög um þrjár hafnir sem þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleit; Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að fyrsta niðurstaða fulltrúa Asco, miðað við fyrstu kynni, sé að allir þessir staðir geti komið mjög vel til greina. Athygli vekur að hvorki Vopnafjörður né Þórshöfn eru með en þeir staðir hafa þó ekki verið útilokaðir. Asco er einnig að huga að þjónustuhöfn vegna leitar við Austur- Grænland en þar kemur Norðurland sterkt inn. Runar Hatletvedt frá Asco, sem þjónustaði olíuleit við Vestur-Grænland, segir að Grænland hafi möguleika á að nýta þjónustumiðstöðvar á Íslandi, sé horft til siglingatíma og þeirra innviða sem þegar séu til staðar á Íslandi. Þjónustumiðstöðin í Sandnessjöen í Noregi er meðal þeirra sem Asco hefur byggt upp en það er stærsta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum og rekur sextán slíkar stöðvar í fimm heimsálfum. Hörður Gunnarssson hvetur til þess að farið verði rólega af stað og menn hvorki offjárfesti né hlaupi fram úr sjálfum sér í væntingum eða fjárfestingum í byrjun en þarna séu þó greinilega mjög miklir möguleikar. Asco-menn telja að stutt geti verið í fyrsta borpallinn á Drekann. Runar Hatletvedt segir að frá því leitarleyfum sé úthlutað sé það þeirra reynsla að reikna megi með fyrstu starfsemi á svæðinu eftir eitt, tvö eða þrjú ár, með olíuborpalli. Það sé raunhæft. -Svo þetta gæti gerst býsna fljótt? "Já. Við erum að tala um tvö eða þrjú ár. Það er alveg mögulegt," svarar Runar Hatletvedt, sem er framkvæmdastjóri Asco í Norður-Evrópu. Hörður Gunnarsson segir að menn verði einnig að vera tilbúnir að viðurkenna að þetta geti tekið kannski allt að tíu ár að verða að veruleika.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira