Innlent

Eykon sækir um Drekann

Kristján Már Unnarsson skrifar
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir.
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir.
Þriðja umsóknin er komin í Drekasvæðið, frá Eykon Energy, norsku félagi í eigu Íslendinga og Norðmanna. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir, sem er stjórnarformaður Eykon Energy, staðfestir í samtali við fréttastofuna að félagið hafi lagt inn tilboð um tvöleytið í dag.

Auk Heiðars Más standa að Eykon Energy þeir Ragnar Þórisson fjárfestir, Gunnlaugur Jónsson, Norðmaðurinn Terje Hagevang og Jón Einar Eyjólfsson, sonur Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingismanns, en félagið ber nafnið Eykon til heiðurs Eyjólfi Konráð, sem á sinni tíð barðist manna ötullegast fyrir landgrunnsréttindum Íslendinga.

Þeir Gunnlaugur og Terje Hagevang eru einnig aðilar að Kolvetni ehf. sem lagði inn umsókn á föstudag. Fyrr í dag skýrði fréttastofan frá því að félagið Íslensk kolvetni hefði skilað inn umsókn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×