Barcelona minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í sex stig í kvöld. Þá afrekaði liðið svolítið sem Man. Utd tókst ekki á dögunum - að vinna Athletic Bilbao.
Það tók Barcelona smá tíma að brjóta niður varnarmúr Bilbao en Andrés Iniesta braut múrinn fimm mínútum fyrir hlé.
Lionel Messi skoraði síðan annað markið á 57. mínútu úr vítaspyrnu. Þetta var hundraðasti leikurinn í spænsku úrvalsdeildinni þar sem Messi nær að skora.
Barcelona hefur aðeins tapað einum af þeim leikjum þar sem Messi skorar.
Barcelona aðeins tapað einu sinni þegar Messi skorar
