Innlent

Fyrsta skrofan á árinu sást við Eyjar

Fyrsta skrofan sást við Vestmannaeyjar í gær, heldur fyrr en í fyrra.

Eins og fram er komið og nú rækilega staðfest, er lóan komin á Hvalfjarðarströnd, en fyrstu fregnir af lóunni voru byggðar á þeim misskilningi að starri mun hafa verið að herma eftir lóu, eins og hann hermir eftir fleiri fuglum og jafnvel farsímum.

Svo fjölgar álftum ört á Suðausturlandi samkvæmt fuglavefnum og grágæsir eru farnar að sjást á Suðurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×