Innlent

CCP með fyrirlestur í Hörpu

Skjáskot úr DUST 514, nýjasta tölvuleik CCP.
Skjáskot úr DUST 514, nýjasta tölvuleik CCP. mynd/CCP
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fyrirlestri og kynningu á starfsemi fyrirtækisins í Hörpunni á morgun. Rætt verður um fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðina sem haldin verður í tónlistarhúsinu um helgina.

Í tilkynningu frá CCP kemur fram að fyrirlesturinn sé í samstarfi við HönnunarMars.

Meðal annars verður farið yfir vægi hönnunar í leikjaheim EVE Online og rætt um hlutverk CSM ráðsins sem er lýðræðislega valið af spilurum EVE Online.

Engin aðgangseyrir er á fyrirlesturinn og er hann öllum opinn.




Tengdar fréttir

Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Árshátíð CCP - DUST 514 heimsfrumsýndur

"Við erum beinlínis að taka yfir Hörpuna," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar CCP. Fanfest hátíðin hófst í dag en þar mun tölvuleikjaframleiðandinn CCP heimsfrumsýna nýjustu afurð sína - DUST 514.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×