Innlent

Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins.Hátt í tvö þúsund manns hvaðan æva úr heiminum eru samankomnir hér í Hörpu um helgina í tilefni af EVE fanfest 2012 sem er einskonar þjóðhátíð þeirra sem spila þennan sívinsæla tölvuleik.Hápunktur hátíðarinnar er heimsfrumsýning á nýjum tölvuleik CCP, DUST 514, nú síðdegis, leikurinn er svo kallaður free to play og er því fáanlegur öllum Play Station 3 notendurm án endurgjalds og er það í fyrsta skipti sem slíkt er gert á leikjatölvu.„En svo tengist DUST inn í EVE svo við erum búin tengja saman leikjatölvuleik og PC tölvuleik og það hefur heldur aldrei verið gert, þannig þetta er ansi stór móment fyrir allan leikja iðnaðinn núna á eftir," segir Hilmar Veigar.Nýji leikurinn gerist á plánetum úr EVE geimhagkerfinu á meðan EVE er um borð í geimskipum en leikirnir munu skarast að því leyti að hægt verður að skjóta geimskipin af plánetunum og öfugt.„Þá fær dust ávinning af allri þessarri sögu og dramatík í EVE og bætir við hana frá hinum endanum svo saman munu þessir tveir leikir gera hvor annan sterkari," segir Hilmar Veigar að lokum.

Tengd skjölAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.