Fanfest vekur athygli víða um heim 23. mars 2012 13:24 Mikið hefur verið dýrðir í Hörpunni frá því að Fanfest hátíðin hófst þar í gær. Rúmlega 1.500 spilarar og aðdáendur EVE Online tölvuleiksins hafa heimsótt tónlistarhúsið. Þá hafa þúsundir fylgst með fyrirlestrum tengdum EVE Online og DUST 514 í gegnum netið. "Spilarararnir eru hæst ánægðir," segir Oddur Örn Halldórsson, Fanfest stjórnandi og viðburðarstjóri CCP. "Þeir eru gríðarlega ánægðir með Hörpuna, tækjabúnaður og aðstaða er til fyrirmyndar og við höfum skemmt okkur konunglega." Dagskráin hófst í gær og var DUST 514, nýjasti tölvuleikur CCP, heimsfrumsýndur. Í dag berjast síðan spilarar um efsta sæti í árlegri EVE Online keppni. Á morgun verður síðan fyrsta keppnin haldin í DUST 514 og segir Oddur að gríðarleg eftirvænting sé hjá spilurum. "Þetta verður í fyrsta sinn sem spilarar fá að spila DUST 514." DUST 514 var opinberaður í gær við mikið lof spilara. "Ekki nóg með að rúmlega þúsund manns hafi fylgst með í Eldborginni þá voru einnig mörg þúsund manns sem fylgdust með í gegnum veraldarvefinn." Þá var fyrirlestrunum einnig streymt í gegnum leikjatölvu SONY, PlaySation 3. DUST 514 verður aðeins fáanlegur á PlaySation 3, jafnframt kostar hann ekki krónu. Fanfest lýkur annað kvöld með tónleikum hljómsveitanna GusGus og Ham í Eldborginni. "Það eru nokkrir miðar eftir," segir Oddur. "En þeir eru að verða búnir. Þeir sem vilja kynna sér DUST 514 og hlusta á góða tónlist ættu því að tryggja sér miða." Tengdar fréttir Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 22. mars 2012 20:30 Lego framleiðir geimskip byggt á tölvuleiknum EVE "Það er verið að fljúga inn módeli sem verður til sýnis á Fanfest,“ segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar hjá CCP. 21. mars 2012 09:00 Árshátíð CCP - DUST 514 heimsfrumsýndur "Við erum beinlínis að taka yfir Hörpuna," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar CCP. Fanfest hátíðin hófst í dag en þar mun tölvuleikjaframleiðandinn CCP heimsfrumsýna nýjustu afurð sína - DUST 514. 22. mars 2012 16:25 CCP með fyrirlestur í Hörpu Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fyrirlestri og kynningu á starfsemi fyrirtækisins í Hörpunni á morgun. Rætt verður um fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðinni sem haldin verður í tónlistarhúsinu um helgina. 21. mars 2012 15:45 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Mikið hefur verið dýrðir í Hörpunni frá því að Fanfest hátíðin hófst þar í gær. Rúmlega 1.500 spilarar og aðdáendur EVE Online tölvuleiksins hafa heimsótt tónlistarhúsið. Þá hafa þúsundir fylgst með fyrirlestrum tengdum EVE Online og DUST 514 í gegnum netið. "Spilarararnir eru hæst ánægðir," segir Oddur Örn Halldórsson, Fanfest stjórnandi og viðburðarstjóri CCP. "Þeir eru gríðarlega ánægðir með Hörpuna, tækjabúnaður og aðstaða er til fyrirmyndar og við höfum skemmt okkur konunglega." Dagskráin hófst í gær og var DUST 514, nýjasti tölvuleikur CCP, heimsfrumsýndur. Í dag berjast síðan spilarar um efsta sæti í árlegri EVE Online keppni. Á morgun verður síðan fyrsta keppnin haldin í DUST 514 og segir Oddur að gríðarleg eftirvænting sé hjá spilurum. "Þetta verður í fyrsta sinn sem spilarar fá að spila DUST 514." DUST 514 var opinberaður í gær við mikið lof spilara. "Ekki nóg með að rúmlega þúsund manns hafi fylgst með í Eldborginni þá voru einnig mörg þúsund manns sem fylgdust með í gegnum veraldarvefinn." Þá var fyrirlestrunum einnig streymt í gegnum leikjatölvu SONY, PlaySation 3. DUST 514 verður aðeins fáanlegur á PlaySation 3, jafnframt kostar hann ekki krónu. Fanfest lýkur annað kvöld með tónleikum hljómsveitanna GusGus og Ham í Eldborginni. "Það eru nokkrir miðar eftir," segir Oddur. "En þeir eru að verða búnir. Þeir sem vilja kynna sér DUST 514 og hlusta á góða tónlist ættu því að tryggja sér miða."
Tengdar fréttir Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 22. mars 2012 20:30 Lego framleiðir geimskip byggt á tölvuleiknum EVE "Það er verið að fljúga inn módeli sem verður til sýnis á Fanfest,“ segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar hjá CCP. 21. mars 2012 09:00 Árshátíð CCP - DUST 514 heimsfrumsýndur "Við erum beinlínis að taka yfir Hörpuna," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar CCP. Fanfest hátíðin hófst í dag en þar mun tölvuleikjaframleiðandinn CCP heimsfrumsýna nýjustu afurð sína - DUST 514. 22. mars 2012 16:25 CCP með fyrirlestur í Hörpu Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fyrirlestri og kynningu á starfsemi fyrirtækisins í Hörpunni á morgun. Rætt verður um fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðinni sem haldin verður í tónlistarhúsinu um helgina. 21. mars 2012 15:45 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 22. mars 2012 20:30
Lego framleiðir geimskip byggt á tölvuleiknum EVE "Það er verið að fljúga inn módeli sem verður til sýnis á Fanfest,“ segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar hjá CCP. 21. mars 2012 09:00
Árshátíð CCP - DUST 514 heimsfrumsýndur "Við erum beinlínis að taka yfir Hörpuna," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar CCP. Fanfest hátíðin hófst í dag en þar mun tölvuleikjaframleiðandinn CCP heimsfrumsýna nýjustu afurð sína - DUST 514. 22. mars 2012 16:25
CCP með fyrirlestur í Hörpu Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fyrirlestri og kynningu á starfsemi fyrirtækisins í Hörpunni á morgun. Rætt verður um fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðinni sem haldin verður í tónlistarhúsinu um helgina. 21. mars 2012 15:45