Greindist með heilaæxli og safnar fé fyrir mottumars sér til heilsubóta Erla Hlynsdóttir skrifar 11. mars 2012 19:30 Hann greindist með heilaæxli fyrir fimm árum og ætti í raun ekki að vera á lífi. Kristján Björn Tryggvason er samt eldhress, gengur um og safnar fé til styrktar Krabbameinsfélaginu, og er nú efstur í einstaklingskeppni í Mottumars. „Ég á í raun og veru að vera látinn í dag. Ég fékk heilakrabbamein, en það er allt farið, sem læknar og aðrir bara klóra sér í hausnum yfir . en svo lenti ég í bílslysi í sumar og er ekki farinn að vinna enn vegna bakverkja og annað. Sjúkraþjálfarinn segir náttúrulega að ég þurfi að hreyfa mig eitthvað, þannig að ég bara ákvað að ganga á milli fyrirtækja og gá hvort að þeir vildu styrkja Mottumars," segir Kristján Björn. Kristján fór í Slippfélagið þar sem hann fékk tvær fötur, lét merkja þær Mottumars „Ég var búin að setja mér markið að fara á hverjum degi í allavega tvo tíma, eða það sem ég get, því bakið á mér segir mér stundum að hætta," segir Kristján. Það eru fimm ár síðan Kristján byrjaði að fá flog, og leitaði loks til læknis sem greindi hann með krabbamein í heila. „Og hann sagði: Þú átt svona í mesta lagi tíu ár eftir, fimm ár eins og þú ert í dag, svo áttu eftir að missa mál og heyrn og sjón kannski, og lenda í hjólastól og vera fatlaður. Ég skil það samt ekki alveg í dag en ég var nokkuð ánægður með það. Það deyja allir einhvern tíman, og ég ætlaði bara að njóta lífsins á meðan ég gæti," segir Kristján. En hvað gerðist svo? „Ég var skorinn upp tvisvar og fór í lyfjameðferð og geislameðferð og svo náttúrulega klóruðu læknarnir sér bara í hausnum," segir Kristján. Hann hefur síðan verið í reglulegu eftirliti. Afrakstur söfnunar gærdagsins, um 37 þúsund krónur, er að finna í krukku á eldhúsborðinu hjá Kristjáni en hann leggur inn í bankann á hverjum virkum degi, og eru upphæðirnar skráðar á síðunni hans undir nafninu „Dós." Þegar hefur hann safnað tæpum 300 þúsund krónum. „Sumir spyrja mig hvort ég taki nokkuð kort, því margir eru bara með kort í veskjunum, og ég segi bara. jájá, ég tek alveg kort ef ég fæ pin-númerið með," segir Kristján brosandi.Hér má sjá síðu Kristjáns í Mottumars. Viðtalið við Kristján má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Hann greindist með heilaæxli fyrir fimm árum og ætti í raun ekki að vera á lífi. Kristján Björn Tryggvason er samt eldhress, gengur um og safnar fé til styrktar Krabbameinsfélaginu, og er nú efstur í einstaklingskeppni í Mottumars. „Ég á í raun og veru að vera látinn í dag. Ég fékk heilakrabbamein, en það er allt farið, sem læknar og aðrir bara klóra sér í hausnum yfir . en svo lenti ég í bílslysi í sumar og er ekki farinn að vinna enn vegna bakverkja og annað. Sjúkraþjálfarinn segir náttúrulega að ég þurfi að hreyfa mig eitthvað, þannig að ég bara ákvað að ganga á milli fyrirtækja og gá hvort að þeir vildu styrkja Mottumars," segir Kristján Björn. Kristján fór í Slippfélagið þar sem hann fékk tvær fötur, lét merkja þær Mottumars „Ég var búin að setja mér markið að fara á hverjum degi í allavega tvo tíma, eða það sem ég get, því bakið á mér segir mér stundum að hætta," segir Kristján. Það eru fimm ár síðan Kristján byrjaði að fá flog, og leitaði loks til læknis sem greindi hann með krabbamein í heila. „Og hann sagði: Þú átt svona í mesta lagi tíu ár eftir, fimm ár eins og þú ert í dag, svo áttu eftir að missa mál og heyrn og sjón kannski, og lenda í hjólastól og vera fatlaður. Ég skil það samt ekki alveg í dag en ég var nokkuð ánægður með það. Það deyja allir einhvern tíman, og ég ætlaði bara að njóta lífsins á meðan ég gæti," segir Kristján. En hvað gerðist svo? „Ég var skorinn upp tvisvar og fór í lyfjameðferð og geislameðferð og svo náttúrulega klóruðu læknarnir sér bara í hausnum," segir Kristján. Hann hefur síðan verið í reglulegu eftirliti. Afrakstur söfnunar gærdagsins, um 37 þúsund krónur, er að finna í krukku á eldhúsborðinu hjá Kristjáni en hann leggur inn í bankann á hverjum virkum degi, og eru upphæðirnar skráðar á síðunni hans undir nafninu „Dós." Þegar hefur hann safnað tæpum 300 þúsund krónum. „Sumir spyrja mig hvort ég taki nokkuð kort, því margir eru bara með kort í veskjunum, og ég segi bara. jájá, ég tek alveg kort ef ég fæ pin-númerið með," segir Kristján brosandi.Hér má sjá síðu Kristjáns í Mottumars. Viðtalið við Kristján má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira