Greindist með heilaæxli og safnar fé fyrir mottumars sér til heilsubóta Erla Hlynsdóttir skrifar 11. mars 2012 19:30 Hann greindist með heilaæxli fyrir fimm árum og ætti í raun ekki að vera á lífi. Kristján Björn Tryggvason er samt eldhress, gengur um og safnar fé til styrktar Krabbameinsfélaginu, og er nú efstur í einstaklingskeppni í Mottumars. „Ég á í raun og veru að vera látinn í dag. Ég fékk heilakrabbamein, en það er allt farið, sem læknar og aðrir bara klóra sér í hausnum yfir . en svo lenti ég í bílslysi í sumar og er ekki farinn að vinna enn vegna bakverkja og annað. Sjúkraþjálfarinn segir náttúrulega að ég þurfi að hreyfa mig eitthvað, þannig að ég bara ákvað að ganga á milli fyrirtækja og gá hvort að þeir vildu styrkja Mottumars," segir Kristján Björn. Kristján fór í Slippfélagið þar sem hann fékk tvær fötur, lét merkja þær Mottumars „Ég var búin að setja mér markið að fara á hverjum degi í allavega tvo tíma, eða það sem ég get, því bakið á mér segir mér stundum að hætta," segir Kristján. Það eru fimm ár síðan Kristján byrjaði að fá flog, og leitaði loks til læknis sem greindi hann með krabbamein í heila. „Og hann sagði: Þú átt svona í mesta lagi tíu ár eftir, fimm ár eins og þú ert í dag, svo áttu eftir að missa mál og heyrn og sjón kannski, og lenda í hjólastól og vera fatlaður. Ég skil það samt ekki alveg í dag en ég var nokkuð ánægður með það. Það deyja allir einhvern tíman, og ég ætlaði bara að njóta lífsins á meðan ég gæti," segir Kristján. En hvað gerðist svo? „Ég var skorinn upp tvisvar og fór í lyfjameðferð og geislameðferð og svo náttúrulega klóruðu læknarnir sér bara í hausnum," segir Kristján. Hann hefur síðan verið í reglulegu eftirliti. Afrakstur söfnunar gærdagsins, um 37 þúsund krónur, er að finna í krukku á eldhúsborðinu hjá Kristjáni en hann leggur inn í bankann á hverjum virkum degi, og eru upphæðirnar skráðar á síðunni hans undir nafninu „Dós." Þegar hefur hann safnað tæpum 300 þúsund krónum. „Sumir spyrja mig hvort ég taki nokkuð kort, því margir eru bara með kort í veskjunum, og ég segi bara. jájá, ég tek alveg kort ef ég fæ pin-númerið með," segir Kristján brosandi.Hér má sjá síðu Kristjáns í Mottumars. Viðtalið við Kristján má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Hann greindist með heilaæxli fyrir fimm árum og ætti í raun ekki að vera á lífi. Kristján Björn Tryggvason er samt eldhress, gengur um og safnar fé til styrktar Krabbameinsfélaginu, og er nú efstur í einstaklingskeppni í Mottumars. „Ég á í raun og veru að vera látinn í dag. Ég fékk heilakrabbamein, en það er allt farið, sem læknar og aðrir bara klóra sér í hausnum yfir . en svo lenti ég í bílslysi í sumar og er ekki farinn að vinna enn vegna bakverkja og annað. Sjúkraþjálfarinn segir náttúrulega að ég þurfi að hreyfa mig eitthvað, þannig að ég bara ákvað að ganga á milli fyrirtækja og gá hvort að þeir vildu styrkja Mottumars," segir Kristján Björn. Kristján fór í Slippfélagið þar sem hann fékk tvær fötur, lét merkja þær Mottumars „Ég var búin að setja mér markið að fara á hverjum degi í allavega tvo tíma, eða það sem ég get, því bakið á mér segir mér stundum að hætta," segir Kristján. Það eru fimm ár síðan Kristján byrjaði að fá flog, og leitaði loks til læknis sem greindi hann með krabbamein í heila. „Og hann sagði: Þú átt svona í mesta lagi tíu ár eftir, fimm ár eins og þú ert í dag, svo áttu eftir að missa mál og heyrn og sjón kannski, og lenda í hjólastól og vera fatlaður. Ég skil það samt ekki alveg í dag en ég var nokkuð ánægður með það. Það deyja allir einhvern tíman, og ég ætlaði bara að njóta lífsins á meðan ég gæti," segir Kristján. En hvað gerðist svo? „Ég var skorinn upp tvisvar og fór í lyfjameðferð og geislameðferð og svo náttúrulega klóruðu læknarnir sér bara í hausnum," segir Kristján. Hann hefur síðan verið í reglulegu eftirliti. Afrakstur söfnunar gærdagsins, um 37 þúsund krónur, er að finna í krukku á eldhúsborðinu hjá Kristjáni en hann leggur inn í bankann á hverjum virkum degi, og eru upphæðirnar skráðar á síðunni hans undir nafninu „Dós." Þegar hefur hann safnað tæpum 300 þúsund krónum. „Sumir spyrja mig hvort ég taki nokkuð kort, því margir eru bara með kort í veskjunum, og ég segi bara. jájá, ég tek alveg kort ef ég fæ pin-númerið með," segir Kristján brosandi.Hér má sjá síðu Kristjáns í Mottumars. Viðtalið við Kristján má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira