Greindist með heilaæxli og safnar fé fyrir mottumars sér til heilsubóta Erla Hlynsdóttir skrifar 11. mars 2012 19:30 Hann greindist með heilaæxli fyrir fimm árum og ætti í raun ekki að vera á lífi. Kristján Björn Tryggvason er samt eldhress, gengur um og safnar fé til styrktar Krabbameinsfélaginu, og er nú efstur í einstaklingskeppni í Mottumars. „Ég á í raun og veru að vera látinn í dag. Ég fékk heilakrabbamein, en það er allt farið, sem læknar og aðrir bara klóra sér í hausnum yfir . en svo lenti ég í bílslysi í sumar og er ekki farinn að vinna enn vegna bakverkja og annað. Sjúkraþjálfarinn segir náttúrulega að ég þurfi að hreyfa mig eitthvað, þannig að ég bara ákvað að ganga á milli fyrirtækja og gá hvort að þeir vildu styrkja Mottumars," segir Kristján Björn. Kristján fór í Slippfélagið þar sem hann fékk tvær fötur, lét merkja þær Mottumars „Ég var búin að setja mér markið að fara á hverjum degi í allavega tvo tíma, eða það sem ég get, því bakið á mér segir mér stundum að hætta," segir Kristján. Það eru fimm ár síðan Kristján byrjaði að fá flog, og leitaði loks til læknis sem greindi hann með krabbamein í heila. „Og hann sagði: Þú átt svona í mesta lagi tíu ár eftir, fimm ár eins og þú ert í dag, svo áttu eftir að missa mál og heyrn og sjón kannski, og lenda í hjólastól og vera fatlaður. Ég skil það samt ekki alveg í dag en ég var nokkuð ánægður með það. Það deyja allir einhvern tíman, og ég ætlaði bara að njóta lífsins á meðan ég gæti," segir Kristján. En hvað gerðist svo? „Ég var skorinn upp tvisvar og fór í lyfjameðferð og geislameðferð og svo náttúrulega klóruðu læknarnir sér bara í hausnum," segir Kristján. Hann hefur síðan verið í reglulegu eftirliti. Afrakstur söfnunar gærdagsins, um 37 þúsund krónur, er að finna í krukku á eldhúsborðinu hjá Kristjáni en hann leggur inn í bankann á hverjum virkum degi, og eru upphæðirnar skráðar á síðunni hans undir nafninu „Dós." Þegar hefur hann safnað tæpum 300 þúsund krónum. „Sumir spyrja mig hvort ég taki nokkuð kort, því margir eru bara með kort í veskjunum, og ég segi bara. jájá, ég tek alveg kort ef ég fæ pin-númerið með," segir Kristján brosandi.Hér má sjá síðu Kristjáns í Mottumars. Viðtalið við Kristján má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Hann greindist með heilaæxli fyrir fimm árum og ætti í raun ekki að vera á lífi. Kristján Björn Tryggvason er samt eldhress, gengur um og safnar fé til styrktar Krabbameinsfélaginu, og er nú efstur í einstaklingskeppni í Mottumars. „Ég á í raun og veru að vera látinn í dag. Ég fékk heilakrabbamein, en það er allt farið, sem læknar og aðrir bara klóra sér í hausnum yfir . en svo lenti ég í bílslysi í sumar og er ekki farinn að vinna enn vegna bakverkja og annað. Sjúkraþjálfarinn segir náttúrulega að ég þurfi að hreyfa mig eitthvað, þannig að ég bara ákvað að ganga á milli fyrirtækja og gá hvort að þeir vildu styrkja Mottumars," segir Kristján Björn. Kristján fór í Slippfélagið þar sem hann fékk tvær fötur, lét merkja þær Mottumars „Ég var búin að setja mér markið að fara á hverjum degi í allavega tvo tíma, eða það sem ég get, því bakið á mér segir mér stundum að hætta," segir Kristján. Það eru fimm ár síðan Kristján byrjaði að fá flog, og leitaði loks til læknis sem greindi hann með krabbamein í heila. „Og hann sagði: Þú átt svona í mesta lagi tíu ár eftir, fimm ár eins og þú ert í dag, svo áttu eftir að missa mál og heyrn og sjón kannski, og lenda í hjólastól og vera fatlaður. Ég skil það samt ekki alveg í dag en ég var nokkuð ánægður með það. Það deyja allir einhvern tíman, og ég ætlaði bara að njóta lífsins á meðan ég gæti," segir Kristján. En hvað gerðist svo? „Ég var skorinn upp tvisvar og fór í lyfjameðferð og geislameðferð og svo náttúrulega klóruðu læknarnir sér bara í hausnum," segir Kristján. Hann hefur síðan verið í reglulegu eftirliti. Afrakstur söfnunar gærdagsins, um 37 þúsund krónur, er að finna í krukku á eldhúsborðinu hjá Kristjáni en hann leggur inn í bankann á hverjum virkum degi, og eru upphæðirnar skráðar á síðunni hans undir nafninu „Dós." Þegar hefur hann safnað tæpum 300 þúsund krónum. „Sumir spyrja mig hvort ég taki nokkuð kort, því margir eru bara með kort í veskjunum, og ég segi bara. jájá, ég tek alveg kort ef ég fæ pin-númerið með," segir Kristján brosandi.Hér má sjá síðu Kristjáns í Mottumars. Viðtalið við Kristján má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira