Innlent

Frumvarp um breytingar á gjaldeyrishöftum samþykkt á Alþingi

Umræðu um herðingu á gjaldeyrishöftum á Alþingi er lokið. Frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum gegn 12. Þrír greiddu ekki atkvæði. Frumvarpinu er ætlað að loka á gjaldeyrisútflæði í gegnum glufu á höftunum. Breytingar voru gerðar á frumvarpinu eftir aðra umræðu. Þá verða innistæður í reiðufé í erlendum gjaldeyri í eigu lögaðila hjá erlendum fjármálafyrirtækjum eða Seðlabanka Íslands undanþegnar ákvæðinu. Samkvæmt breytingunum miðast innistæðurnar við hvernig þær stóðu undir loks dags 12. mars 2012. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi á sjötta tímanum. Þá voru þingflokksfundir óvænt boðaðir klukkan fjögur síðdegis eftir að fjármálamörkuðum var lokað. Umræður hófust fyrr í kvöld en þeim var ítrekað frestað. Seinni umræður hófust síðan á ellefta tímanum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri óeðlilegt að umræðunni væri flýtt með þessum hætti í gegnum Alþingi. Enn fremur sagði að hann málið væri augljóslega alvarlegt og því þyrfti reifa málið frekar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.