Innlent

Allur loðnuflotinn kominn inn á Faxaflóa

Loðnuflotinn er nú allur kominn inn á miðjan Faxaflóa og þó nokkur skip eru á landleið eftir veiðar úr nýrri torfu í gær.

Loðnan er á hraðri leið í átt að Breiðafirði þar sem hún hrygnir og drepst og því er lagt mikið kapp á veiðarnar svo allur kvótinn náist á vertíðinni.

Nokkur skip eru þegar búin með kvóta sína, en veiða nú úr kvótum annarra skipa til að það markmið náist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×