Innlent

Baldur farinn í fangelsi - óskaði sjálfur eftir að hefja afplánun

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti.
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti.
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur hafið afplánun á tveggja ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Hæstirétti í febrúar. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði Baldur sjálfur eftir að hefja afplánun en hann hefur verið í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg síðustu daga en verður færður fljótlega á Kvíabryggju eða Bitru.

Þeir fangar sem ekki eru taldir hættulegir eða hafa ekki setið inni áður fá yfirleitt að afplána á Kvíabryggju eða Bitru, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Baldur hlaut tveggja ára fangelsisdóm í héraðsdómi í fyrra fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Hæstiréttur staðfesti svo dóm héraðsdóms í febrúar.

Baldur ætlar að kæra dóm Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu. Baldur var dæmdur fyrir að hafa búið yfir upplýsingum um alvarlega stöðu Landsbankans sem aðrir hluthafar höfðu ekki en hann sat í samráðshópi íslenska stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hann seldi hlutabréf upp á 190 milljónir króna rétt fyrir bankahrun, eða í lok september 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×