Pressustríð: Reynir vill afsökunarbeiðni 15. mars 2012 11:44 Ritstjórar DV kunna illa við að vera bendlaðir við kynferðisbrotamál. Steingrímur Sævarr ritstýrir Pressunni. „Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni," segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressuna um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Það sem fer fyrir brjóstið á ritstjóra DV er fyrirsögn Pressunnar: „Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál" - Viðeigandi og réttlátt? Hæstaréttarlögmaður spyr" Fyrirsögnin, það er að segja fyrri hluti hennar, er tilvitnun í grein Vilhjálms þar sem hann gagnrýnir DV fyrir að skapa óeðlileg hughrif með forsíðum sínum. Þannig skrifar Vilhjálmur: „Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál." Aðspurður um grein Vilhjálms svarar Reynir því til að hann geri engar sérstakar athugasemdir við hana. „Villi má gagnrýna okkur eins og hann vill. Hann má auðvitað hafa sína skoðun," segir Reynir og bætir við: „En ég get ómögulega tekið á mig kynferðisbrotamál eins og Pressan leggur málið upp." Reynir segir Pressuna taka tilvitnun úr greininni úr öllu samhengi og stilla henni með meiðandi hætti upp. Þá bendir Reynir á að í fyrstu útgáfu fréttarinnar, hafi fyrirsögnin verið öðruvísi, þar hafi verið fullyrt að ritstjórarnir væru til rannsóknar vegna kynferðisbrots. Því var svo breytt á vefnum. „En ég á skjáskot af þessu," segir Reynir sem krefur Pressuna um afsökunarbeiðni í gegnum lögmann sinn. Sjálfur á hann ekki í samskiptum við miðilinn. Spurður hvort Reynir ætli sér að stefna miðlinu fyrir meiðyrði fái hann ekki afsökunarbeiðni, segir Reynir að það þurfi svo bara að skoða það.Hér má lesa grein Pressunnar. Tengdar fréttir Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
„Lögmaður hefur haft samband við þá og búið er að fara fram á afsökunarbeiðni," segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur krafið fréttavefinn Pressuna um afsökunarbeiðni út af frétt sem vefurinn gerir upp úr grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þar sem hann gagnrýnir DV harðlega, en greinin birtist hér á Vísi í morgun. Það sem fer fyrir brjóstið á ritstjóra DV er fyrirsögn Pressunnar: „Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál" - Viðeigandi og réttlátt? Hæstaréttarlögmaður spyr" Fyrirsögnin, það er að segja fyrri hluti hennar, er tilvitnun í grein Vilhjálms þar sem hann gagnrýnir DV fyrir að skapa óeðlileg hughrif með forsíðum sínum. Þannig skrifar Vilhjálmur: „Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál." Aðspurður um grein Vilhjálms svarar Reynir því til að hann geri engar sérstakar athugasemdir við hana. „Villi má gagnrýna okkur eins og hann vill. Hann má auðvitað hafa sína skoðun," segir Reynir og bætir við: „En ég get ómögulega tekið á mig kynferðisbrotamál eins og Pressan leggur málið upp." Reynir segir Pressuna taka tilvitnun úr greininni úr öllu samhengi og stilla henni með meiðandi hætti upp. Þá bendir Reynir á að í fyrstu útgáfu fréttarinnar, hafi fyrirsögnin verið öðruvísi, þar hafi verið fullyrt að ritstjórarnir væru til rannsóknar vegna kynferðisbrots. Því var svo breytt á vefnum. „En ég á skjáskot af þessu," segir Reynir sem krefur Pressuna um afsökunarbeiðni í gegnum lögmann sinn. Sjálfur á hann ekki í samskiptum við miðilinn. Spurður hvort Reynir ætli sér að stefna miðlinu fyrir meiðyrði fái hann ekki afsökunarbeiðni, segir Reynir að það þurfi svo bara að skoða það.Hér má lesa grein Pressunnar.
Tengdar fréttir Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Fréttir DV Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. 15. mars 2012 06:00