Veitir heimildir til að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. mars 2012 12:13 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Með nýju frumvarpi til breytinga á fjölmiðlalögum er Samkeppniseftirlitinu að undangenginni umsögn fjölmiðlanefndar veitt heimild til að breyta skipulagi fjölmiðla til að koma í veg fyrir aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlum og til að tryggja dreift eignarhald. Um er að ræða stjórnarfrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra til breytinga á fjölmiðlalögunum sem tóku gildi á síðasta ári.Rekja eignarhald Samkvæmt frumvarpinu kemur inn nýtt ákvæði í 22. gr. laganna þar sem segir að skylt sé að veita fjölmiðlanefnd nauðsynleg gögn og upplýsingar svo rekja megi eignarhald og/eða yfirráð á fjölmiðlum til einstaklinga, félagasamtaka og opinberra aðila, en samkvæmt gildandi lögum bar fjölmiðlafyrirtækjum að veita fjölmiðlanefnd upplýsingar um eignarhald sem birtar eru á vef stofnunarinnar. Samkvæmt hinu nýja frumvarpi kemur jafnframt inn nýr kafli um eignarhald fjölmiðla og fleira en í einu ákvæðinu er Samkeppniseftirlitinu heimilað að grípa til aðgerða gegn aðstæðum sem koma í veg fyrir, takmarka eða hafa skaðleg áhrif á fjölræði og eða fjölbreytni í fjölmiðlum almenningi til tjóns. Í frumvarpinu segir að með aðstæðunum sé m.a átt við uppbyggingu fyrirtækja sem á fjölmiðlamarkaðisstarfa. Aðgerðir Samkeppniseftirlitsins geta falist í úrræðum til breytinga á skipulagi ef sýnt þykir að ekki séu fyrir hendi önnur og jafnárangursrík úrræði sem eru minna íþyngjandi fyrir aðila. Með hugtakinu fjölræði í fjölmiðlun er þannig vísað til þess að fjölmiðlar séu ekki undir yfirráðum fárra aðila. Þarna er í raun Samkeppniseftirlitinu heimilað að grípa til aðgerða til að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum, sem var eitt heitasta deilumálið sumarið 2004 þegar þáverandi fjölmiðlalögum var synjað staðfestingar af forseta Íslands, en þau áttu m.a að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum.Tæki til að fá fást við samþjöppun í fjölmiðlum Í greinargerð með frumvarpinu segir að tilgangurinn með ákvæðinu sé að veita Samkeppniseftirlitinu tæki til að fást við samþjöppun í fjölmiðlun. „Þetta er ekki lagt í hendur Samkeppniseftirlitsins nema í samráði við fjölmiðlanefndina. Þetta er eitthvað sem ég legg fram en kemur frá nefndinni sem allrir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa. Ég mun leggja þetta fram og þetta kemur til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd en það liggur fyrir að það þarf að fara mjög vel yfir þessi mál," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Ert þú sammála þessu frumvarpi í öllum atriðum ? „Ég hef litið svo á að það sé mikilvægt að hafa einhver ákvæði um eignarhald á fjölmiðlum. Að við höfum einhverja öryggisventla í þeim efnum. Þegar að þessi nefnd skilaði sínum tillögum þá veit ég að þau voru búin að liggja mjög lengi og ítarlega yfir málinu og ég ákvað að gera þessar tillögur að mínum,"segir Katrín, en formaður nefndarinnar var Karl Axelsson, hrl.Samþjöppun í eignarhaldi veruleg Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a: „Svo sem áður hefur verið rakið er samþjöppun í eignarhaldi fjölmiðla hér á landi veruleg, hvort heldur sem á það er litið út frá samkeppnisréttarlegum sjónarmiðum eða fjölmiðlaréttarlegum. Þetta á ekki einungis við um fjölmiðlamarkaðinn hér á landi heldur er samþjöppun á einstökum mörkuðum almennt umtalsverð, einkum vegna smæðar samfélagsins. Hins vegar er ljóst að samþjöppun á vettvangi fjölmiðlunar kann að hafa önnur og víðtækari skaðleg áhrif en samþjöppun á öðrum mörkuðum vegna skoðanamótandi áhrifa fjölmiðla. " Þetta veitir vísbendingar um að tilgangur frumvarpsins sé m.a að bregðast við aðstæðum sem eru þegar til staðar, að mati höfunda frumvarpsins. Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Með nýju frumvarpi til breytinga á fjölmiðlalögum er Samkeppniseftirlitinu að undangenginni umsögn fjölmiðlanefndar veitt heimild til að breyta skipulagi fjölmiðla til að koma í veg fyrir aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlum og til að tryggja dreift eignarhald. Um er að ræða stjórnarfrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra til breytinga á fjölmiðlalögunum sem tóku gildi á síðasta ári.Rekja eignarhald Samkvæmt frumvarpinu kemur inn nýtt ákvæði í 22. gr. laganna þar sem segir að skylt sé að veita fjölmiðlanefnd nauðsynleg gögn og upplýsingar svo rekja megi eignarhald og/eða yfirráð á fjölmiðlum til einstaklinga, félagasamtaka og opinberra aðila, en samkvæmt gildandi lögum bar fjölmiðlafyrirtækjum að veita fjölmiðlanefnd upplýsingar um eignarhald sem birtar eru á vef stofnunarinnar. Samkvæmt hinu nýja frumvarpi kemur jafnframt inn nýr kafli um eignarhald fjölmiðla og fleira en í einu ákvæðinu er Samkeppniseftirlitinu heimilað að grípa til aðgerða gegn aðstæðum sem koma í veg fyrir, takmarka eða hafa skaðleg áhrif á fjölræði og eða fjölbreytni í fjölmiðlum almenningi til tjóns. Í frumvarpinu segir að með aðstæðunum sé m.a átt við uppbyggingu fyrirtækja sem á fjölmiðlamarkaðisstarfa. Aðgerðir Samkeppniseftirlitsins geta falist í úrræðum til breytinga á skipulagi ef sýnt þykir að ekki séu fyrir hendi önnur og jafnárangursrík úrræði sem eru minna íþyngjandi fyrir aðila. Með hugtakinu fjölræði í fjölmiðlun er þannig vísað til þess að fjölmiðlar séu ekki undir yfirráðum fárra aðila. Þarna er í raun Samkeppniseftirlitinu heimilað að grípa til aðgerða til að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum, sem var eitt heitasta deilumálið sumarið 2004 þegar þáverandi fjölmiðlalögum var synjað staðfestingar af forseta Íslands, en þau áttu m.a að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum.Tæki til að fá fást við samþjöppun í fjölmiðlum Í greinargerð með frumvarpinu segir að tilgangurinn með ákvæðinu sé að veita Samkeppniseftirlitinu tæki til að fást við samþjöppun í fjölmiðlun. „Þetta er ekki lagt í hendur Samkeppniseftirlitsins nema í samráði við fjölmiðlanefndina. Þetta er eitthvað sem ég legg fram en kemur frá nefndinni sem allrir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa. Ég mun leggja þetta fram og þetta kemur til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd en það liggur fyrir að það þarf að fara mjög vel yfir þessi mál," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Ert þú sammála þessu frumvarpi í öllum atriðum ? „Ég hef litið svo á að það sé mikilvægt að hafa einhver ákvæði um eignarhald á fjölmiðlum. Að við höfum einhverja öryggisventla í þeim efnum. Þegar að þessi nefnd skilaði sínum tillögum þá veit ég að þau voru búin að liggja mjög lengi og ítarlega yfir málinu og ég ákvað að gera þessar tillögur að mínum,"segir Katrín, en formaður nefndarinnar var Karl Axelsson, hrl.Samþjöppun í eignarhaldi veruleg Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a: „Svo sem áður hefur verið rakið er samþjöppun í eignarhaldi fjölmiðla hér á landi veruleg, hvort heldur sem á það er litið út frá samkeppnisréttarlegum sjónarmiðum eða fjölmiðlaréttarlegum. Þetta á ekki einungis við um fjölmiðlamarkaðinn hér á landi heldur er samþjöppun á einstökum mörkuðum almennt umtalsverð, einkum vegna smæðar samfélagsins. Hins vegar er ljóst að samþjöppun á vettvangi fjölmiðlunar kann að hafa önnur og víðtækari skaðleg áhrif en samþjöppun á öðrum mörkuðum vegna skoðanamótandi áhrifa fjölmiðla. " Þetta veitir vísbendingar um að tilgangur frumvarpsins sé m.a að bregðast við aðstæðum sem eru þegar til staðar, að mati höfunda frumvarpsins.
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira