Innlent

Guðlaugur Þór: "Grafalvarlegt og með ólíkindum ef rétt reynist“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki fengið formlega staðfestingu á því að Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafi komist yfir gögn um fjárhag þingmannsins, með ólögmætum hætti. Stjórn FME hefur kært Gunnar fyrir að hafa komist yfir gögnin, auk þess sem hann var rekinn í morgun.

Guðlaugur Þór sagði að ef ásakanirnar væru réttar þá væri það „grafalvarlegt og með ólíkindum."

Gunnar neitar sök alfarið samkvæmt tilkynningu sem hann sendi á fjölmiðla í dag. Þar segir Gunnar ennfremur, „það skyldi þó aldrei vera að í sjálfri kærunni sé að finna lykilinn að lausn gátunnar um raunverulegar ástæður tafarlauss brottrekstrar?"


Tengdar fréttir

Stjórn FME boðar til blaðamannafundar

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tíu. Ástæða fundarins er uppsögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME. Fylgst verður með framvindu fundarins hér á Vísi.

Gunnar lýsir sig saklausan af sakargiftum

"Gögn frá Landsbankanum um umræddan stjórnamálamann hefur umbjóðandi minn aldrei séð þrátt fyrir fullyrðingar fjölmiðla nú í dagum hið gagnstæða.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnari Þ. Andersen, sem hann sendi á fjölmiðla vegna brottreksturs síns frá Fjármálaeftirlitinu. Þá hefur hann verið kærður til lögreglu fyrir að afla gagna með ólögmætum hætti. Það var RÚV sem greindi frá því að gögnin sem hann fékk í hendur hafi varðar Guðlaug Þór Þórðarson, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Gunnar kærður til lögreglunnar

Stjórn FME hefur kært Gunnar Þ. Andersen til lögreglu samkvæmt yfirlýsingu frá stjórninni. Ástæðan sem er tilgreind er sú að Gunnar kann að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti.

Á að hafa aflað sér gagna um fjármál þingmanns með ólögmætum hætti

Stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvað að kæra Gunnar Andersen forstjóra stofnunarinnar til lögreglu fyrir að afla sér gagna um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns með ólögmætum hætti. Starfsmaður Landsbankans mun samkvæmt heimildum hafa komið með gögnin heim til Gunnars í fyrradag. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×