Stórkostlegt sigurmark Messi gegn Atletico Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 20:00 Dani Alves fagnaði marki sínu vel í kvöld. Nordic Photos / Getty Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Átta mínútur lifðu leiks þegar Barcelona fékk aukaspyrnu á vítateigshorninu. Lionel Messi var fljótur að hugsa. Hann sá að Courtois, markvörður Atletico, var út við nærstöng að stilla upp vegg sínum. Messi skaut hnitmiðuðu skoti upp í markvinkilinn fjær, óverjandi fyrir Courtois. Stórkostlegt mark sem verðskuldaði að tryggja Börsungum stigin þrjú. Börsungar byrjuðu leikinn betur. Messi taldi sig hafa komið gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik en því miður fyrir hann var dæmd á hann hendi. Líklega réttur dómur en fullstrangt var gula spjaldið sem fylgdi dóminum. Nokkrum mínútum fyrir leikhléið tættu gestirnir vörn heimamanna í sundur. Messi lagði boltann á Fabregas sem sendi fyrir markið frá vinstri á Brasilíumanninn Dani Alves sem skoraði af stuttu færi. Heimamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og uppskáru fljótlega jöfnunarmark. Þar var á ferðinni Kólumbíumaðurinn Falcao með sitt 15. mark á leiktíðinni. Falcao, sem kom til Atletico frá Porto fyrir þessa leiktíð, er markahæstur „venjulegra leikmanna" á Spáni. Knattspyrnuguðirnir Ronaldo og Messi eru sem fyrr í sérflokki þegar kemur að markaskorun þar í landi, Ronaldo með 29 mörk og Messi 28. Það var svo Messi sjálfur sem tryggði Börsungum sigur með snilld úr eigin smiðju skömmu fyrir leikslok eins og áður var fjallað um. Juanfran, bakvörður Atletico, fékk reyndar dauðafæri til þess að jafna undir lokin en Victor Valdes, hinn vanmetni markvörður Börsunga, varði vel af stuttu færi. Barcelona er tíu stigum á eftir Real Madrid í toppbaráttunni. Ýmislegt þarf að gerast til þess að Börsungar verji titil sinn en hann hefði líkast til verið úr sögunni hefði liðið tapað stigum í Madríd í kvöld. Barcelona hefur átt erfitt uppdráttar á Vicente Calderon vellinum í Madrid undanfarin ár. Til að mynda er þetta eini völlurinn sem Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur þurft að sætta sig við tap oftar en einu sinni. Staðan í spænsku deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Átta mínútur lifðu leiks þegar Barcelona fékk aukaspyrnu á vítateigshorninu. Lionel Messi var fljótur að hugsa. Hann sá að Courtois, markvörður Atletico, var út við nærstöng að stilla upp vegg sínum. Messi skaut hnitmiðuðu skoti upp í markvinkilinn fjær, óverjandi fyrir Courtois. Stórkostlegt mark sem verðskuldaði að tryggja Börsungum stigin þrjú. Börsungar byrjuðu leikinn betur. Messi taldi sig hafa komið gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik en því miður fyrir hann var dæmd á hann hendi. Líklega réttur dómur en fullstrangt var gula spjaldið sem fylgdi dóminum. Nokkrum mínútum fyrir leikhléið tættu gestirnir vörn heimamanna í sundur. Messi lagði boltann á Fabregas sem sendi fyrir markið frá vinstri á Brasilíumanninn Dani Alves sem skoraði af stuttu færi. Heimamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og uppskáru fljótlega jöfnunarmark. Þar var á ferðinni Kólumbíumaðurinn Falcao með sitt 15. mark á leiktíðinni. Falcao, sem kom til Atletico frá Porto fyrir þessa leiktíð, er markahæstur „venjulegra leikmanna" á Spáni. Knattspyrnuguðirnir Ronaldo og Messi eru sem fyrr í sérflokki þegar kemur að markaskorun þar í landi, Ronaldo með 29 mörk og Messi 28. Það var svo Messi sjálfur sem tryggði Börsungum sigur með snilld úr eigin smiðju skömmu fyrir leikslok eins og áður var fjallað um. Juanfran, bakvörður Atletico, fékk reyndar dauðafæri til þess að jafna undir lokin en Victor Valdes, hinn vanmetni markvörður Börsunga, varði vel af stuttu færi. Barcelona er tíu stigum á eftir Real Madrid í toppbaráttunni. Ýmislegt þarf að gerast til þess að Börsungar verji titil sinn en hann hefði líkast til verið úr sögunni hefði liðið tapað stigum í Madríd í kvöld. Barcelona hefur átt erfitt uppdráttar á Vicente Calderon vellinum í Madrid undanfarin ár. Til að mynda er þetta eini völlurinn sem Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur þurft að sætta sig við tap oftar en einu sinni. Staðan í spænsku deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira