Kísilver í Helguvík í óvissu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2012 18:20 Áform um kísilver í Helguvík eru í uppnámi og gæti svo farið að samningum verði rift á næstu dögum og hætt við verkefnið. Ástæðan er krafa bandarískra fjárfesta um afslátt frá orkuverði. Til stóð að 150 manns fengju vinnu við smíði kísilversins, sem átti að hefjast í Helguvík í fyrrasumar, og síðan yrðu til 90 framtíðarstörf þegar rekstur hæfist. Það bólar hins vegar ekkert á framkvæmdum. Íslenska kísilfélagið er 85% í eigu bandaríska fyrirtækisins Globe Speciality Metals. Fyrirvarar voru í samningunum, sem undirritaðir voru fyrir ári, og á grundvelli þeirra hefur kísilfélagið fjórum sinnum fengið frestað fullgildingu orkusamningsins við Landsvirkjun og HS Orku, fyrst frá 15. júní til 15. ágúst, síðan til 15. október, svo til 15. desember og síðast fékk kísilfélagið frest til 15. febrúar, það er til næstkomandi miðvikudags. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur Landsvirkjun nú tilkynnt ráðamönnum kísilfélagsins að frekari frestir verði ekki veittir og nú sé komið að því að taka endanlega ákvörðun, af eða á. Globe-menn hafa svarað á móti að þeir treysti sér ekki til að hefjast handa nema orkusamningurinn verði endurskoðaður. Bæði vilja þeir seinka afhendingartíma orkunnar vegna tafa á verkefninu en einnig vilja þeir afslátt frá orkuverði vegna verðlækkunar á kísil. Málið er á afar viðkvæmu stigi en báðir aðilar eru þó sammála um að fá niðurstöðu á næstu dögum um hvort verkefnið fari í gang eða hætt verði við það. Hvorugur aðili fæst þó til að staðfesta að málið sé í þessum hnút. Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir það eitt að Landsvirkjun hafi unnið að því með Íslenska kísilfélaginu og Globe að leysa mál sem upp hefði komið og það væri augljóst að efnahagsástandið í heiminum hefði ekki orðið til þess að hjálpa þessu verkefni. Magnús bætti jafnframt við að þrátt fyrir þetta væru menn ennþá bjartsýnir á að ná til lands. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Áform um kísilver í Helguvík eru í uppnámi og gæti svo farið að samningum verði rift á næstu dögum og hætt við verkefnið. Ástæðan er krafa bandarískra fjárfesta um afslátt frá orkuverði. Til stóð að 150 manns fengju vinnu við smíði kísilversins, sem átti að hefjast í Helguvík í fyrrasumar, og síðan yrðu til 90 framtíðarstörf þegar rekstur hæfist. Það bólar hins vegar ekkert á framkvæmdum. Íslenska kísilfélagið er 85% í eigu bandaríska fyrirtækisins Globe Speciality Metals. Fyrirvarar voru í samningunum, sem undirritaðir voru fyrir ári, og á grundvelli þeirra hefur kísilfélagið fjórum sinnum fengið frestað fullgildingu orkusamningsins við Landsvirkjun og HS Orku, fyrst frá 15. júní til 15. ágúst, síðan til 15. október, svo til 15. desember og síðast fékk kísilfélagið frest til 15. febrúar, það er til næstkomandi miðvikudags. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur Landsvirkjun nú tilkynnt ráðamönnum kísilfélagsins að frekari frestir verði ekki veittir og nú sé komið að því að taka endanlega ákvörðun, af eða á. Globe-menn hafa svarað á móti að þeir treysti sér ekki til að hefjast handa nema orkusamningurinn verði endurskoðaður. Bæði vilja þeir seinka afhendingartíma orkunnar vegna tafa á verkefninu en einnig vilja þeir afslátt frá orkuverði vegna verðlækkunar á kísil. Málið er á afar viðkvæmu stigi en báðir aðilar eru þó sammála um að fá niðurstöðu á næstu dögum um hvort verkefnið fari í gang eða hætt verði við það. Hvorugur aðili fæst þó til að staðfesta að málið sé í þessum hnút. Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir það eitt að Landsvirkjun hafi unnið að því með Íslenska kísilfélaginu og Globe að leysa mál sem upp hefði komið og það væri augljóst að efnahagsástandið í heiminum hefði ekki orðið til þess að hjálpa þessu verkefni. Magnús bætti jafnframt við að þrátt fyrir þetta væru menn ennþá bjartsýnir á að ná til lands.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira