Kísilver í Helguvík í óvissu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2012 18:20 Áform um kísilver í Helguvík eru í uppnámi og gæti svo farið að samningum verði rift á næstu dögum og hætt við verkefnið. Ástæðan er krafa bandarískra fjárfesta um afslátt frá orkuverði. Til stóð að 150 manns fengju vinnu við smíði kísilversins, sem átti að hefjast í Helguvík í fyrrasumar, og síðan yrðu til 90 framtíðarstörf þegar rekstur hæfist. Það bólar hins vegar ekkert á framkvæmdum. Íslenska kísilfélagið er 85% í eigu bandaríska fyrirtækisins Globe Speciality Metals. Fyrirvarar voru í samningunum, sem undirritaðir voru fyrir ári, og á grundvelli þeirra hefur kísilfélagið fjórum sinnum fengið frestað fullgildingu orkusamningsins við Landsvirkjun og HS Orku, fyrst frá 15. júní til 15. ágúst, síðan til 15. október, svo til 15. desember og síðast fékk kísilfélagið frest til 15. febrúar, það er til næstkomandi miðvikudags. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur Landsvirkjun nú tilkynnt ráðamönnum kísilfélagsins að frekari frestir verði ekki veittir og nú sé komið að því að taka endanlega ákvörðun, af eða á. Globe-menn hafa svarað á móti að þeir treysti sér ekki til að hefjast handa nema orkusamningurinn verði endurskoðaður. Bæði vilja þeir seinka afhendingartíma orkunnar vegna tafa á verkefninu en einnig vilja þeir afslátt frá orkuverði vegna verðlækkunar á kísil. Málið er á afar viðkvæmu stigi en báðir aðilar eru þó sammála um að fá niðurstöðu á næstu dögum um hvort verkefnið fari í gang eða hætt verði við það. Hvorugur aðili fæst þó til að staðfesta að málið sé í þessum hnút. Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir það eitt að Landsvirkjun hafi unnið að því með Íslenska kísilfélaginu og Globe að leysa mál sem upp hefði komið og það væri augljóst að efnahagsástandið í heiminum hefði ekki orðið til þess að hjálpa þessu verkefni. Magnús bætti jafnframt við að þrátt fyrir þetta væru menn ennþá bjartsýnir á að ná til lands. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Áform um kísilver í Helguvík eru í uppnámi og gæti svo farið að samningum verði rift á næstu dögum og hætt við verkefnið. Ástæðan er krafa bandarískra fjárfesta um afslátt frá orkuverði. Til stóð að 150 manns fengju vinnu við smíði kísilversins, sem átti að hefjast í Helguvík í fyrrasumar, og síðan yrðu til 90 framtíðarstörf þegar rekstur hæfist. Það bólar hins vegar ekkert á framkvæmdum. Íslenska kísilfélagið er 85% í eigu bandaríska fyrirtækisins Globe Speciality Metals. Fyrirvarar voru í samningunum, sem undirritaðir voru fyrir ári, og á grundvelli þeirra hefur kísilfélagið fjórum sinnum fengið frestað fullgildingu orkusamningsins við Landsvirkjun og HS Orku, fyrst frá 15. júní til 15. ágúst, síðan til 15. október, svo til 15. desember og síðast fékk kísilfélagið frest til 15. febrúar, það er til næstkomandi miðvikudags. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur Landsvirkjun nú tilkynnt ráðamönnum kísilfélagsins að frekari frestir verði ekki veittir og nú sé komið að því að taka endanlega ákvörðun, af eða á. Globe-menn hafa svarað á móti að þeir treysti sér ekki til að hefjast handa nema orkusamningurinn verði endurskoðaður. Bæði vilja þeir seinka afhendingartíma orkunnar vegna tafa á verkefninu en einnig vilja þeir afslátt frá orkuverði vegna verðlækkunar á kísil. Málið er á afar viðkvæmu stigi en báðir aðilar eru þó sammála um að fá niðurstöðu á næstu dögum um hvort verkefnið fari í gang eða hætt verði við það. Hvorugur aðili fæst þó til að staðfesta að málið sé í þessum hnút. Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir það eitt að Landsvirkjun hafi unnið að því með Íslenska kísilfélaginu og Globe að leysa mál sem upp hefði komið og það væri augljóst að efnahagsástandið í heiminum hefði ekki orðið til þess að hjálpa þessu verkefni. Magnús bætti jafnframt við að þrátt fyrir þetta væru menn ennþá bjartsýnir á að ná til lands.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira