Innlent

Ósáttir við seinagang - rannsaka ábendingar vegna sprengjumanns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar ábendingar sem þeim hafa borist og tengjast sprengju sem sprakk á Hverfisgötunni snemma í gærmorgun. Lögreglan verst allra frétta. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og er sprengjan enn í rannsókn.

Þá rannsakar embætti ríkislögreglustjóra seinagang vegna tilkynningar sem fór ekki réttar boðleiðir í gærmorgun. Þannig hringdi kona inn til lögreglunnar þegar hún heyrði sprengingu á leið til vinnu. Því næst sá hún feitlaginn og lágvaxinn karlmann á miðjum aldri hlaupa að sendibifreið. Svo virðist sem tilkynning konunnar hafi ekki ratað inn á borð lögreglunnar fyrr en um klukkustund síðar.

Það var fjarskiptamiðstöð lögreglunnar sem barst tilkynningin upphaflega. Vísir hefur reynt ítrekað að ná í Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embættinu, vegna fréttarinnar. Hann sagði hinsvegar í samtali við RÚV í dag að rekja mætti töfina á viðbrögðum lögreglu til mistaka hjá fjarskiptamiðstöð. Þar hafi menn ekki áttað sig á alvarleika málsins. Hann sagði að málið væri í rannsókn og vinnubrögð séu til endurskoðunar.

Samkvæmt heimildum Vísis er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afar ósátt við seinaganginn og krafðist í kjölfarið rannsóknar á málinu innan embætti ríkislögreglustjóra.

Tilkynning barst frá lögreglunni í gær. Þar kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna í tengslum við rannsókn hennar á sprengju sem fannst neðst við Hverfisgötu í Reykjavík.

Aðili sem var á biðstöð fyrir strætisvagna neðst á Hverfisgötunni, fyrir klukkan sjö, er sérstaklega beðinn um að gefa sig fram.

Aðrir, hvort sem þeir geta gefið upplýsingar um fólk eða ökutæki á þessu svæði á tímabilinu 6.30-7, eru einnig beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.

Sömuleiðis er hægt að koma nafnlausum ábendingum á framfæri í síma 800-5005.


Tengdar fréttir

Ekki talin þörf á að rýma Stjórnarráðið en Hverfisgata 4 rýmd

Ríkisstjórn Íslands, sem setið hefur á fundi í Stjórnarráðshúsinu, hefur rætt við Ríkislögreglustjóra vegna ástandsins sem nú ríkir við Stjórnarráðið. Þar fannst torkennilegur hlutur sem talinn er vera sprengja eða leifar af sprengju.

Heimavarnarliðið sver af sér sprengjumálið

„Það var enginn úr okkar hópi sem kom að þessu," segir Páll Heiðar Magnússon Aadnegar, sem er í Heimavarnarliðinu svokallaða, en uppi var sú kjaftasaga að það væri einhver meðlimur félagskaparins sem hefði búið til sprengju og sprengt á Hverfisgötunni snemma í morgun.

Búið að opna Hverfisgötu

Lokun á Hverfisgötu í Reykjavík hefur verið aflétt, en í morgun fannst þar torkennilegur hlutur, sem er talinn vera leifar af sprengju.

Vitna leitað vegna sprengjunnar sem sprakk

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna í tengslum við rannsókn hennar á sprengju sem fannst neðst við Hverfisgötu í Reykjavík í morgun. Aðili sem var á biðstöð fyrir strætisvagna neðst á Hverfisgötunni, fyrir klukkan sjö, er sérstaklega beðinn um að gefa sig fram. Aðrir, hvort sem þeir geta gefið upplýsingar um fólk eða ökutæki á þessu svæði á tímabilinu 6.30-7, eru einnig beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Sömuleiðis er hægt að koma nafnlausum ábendingum á framfæri í síma 800-5005.

Sprengjuleitarvélmenni sent á vettvang

Sprengjuleitarvélmenni hefur verið gert út af örkinni til þess að finna og rannsaka torkennilegan hlut sem lögreglunni grunar að gæti verið sprengja eða leifar af sprengju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×