Innlent

Sprengjuleitarvélmenni sent á vettvang

Mynd / Linda Björk Hávarðardóttir.
Sprengjuleitarvélmenni hefur verið gert út af örkinni til þess að finna og rannsaka torkennilegan hlut sem lögreglunni grunar að gæti verið sprengja eða leifar af sprengju.

Hluturinn virðist vera í porti í Hverfisgötu 4, sem er fyrir fyrir aftan Stjórnaráð Íslands, þar sem ráðherrar sitja nú ríkisstjórnarfund.

Lögreglan verst allra frétta á vettvangi, en lögreglustjórinn sjálfur, Stefán Eiríksson er meðal þeirra sem er á vettvangi. Auk lögreglunnar er sérsveit ríkislögreglustjóra á svæðinu.

Lögreglan hefur nú lokað stærra svæði en fyrir var búið að loka Hverfisgötunni frá Stjórnaráðshúsinu að Ingólfsstræti.


Tengdar fréttir

Ekki talin þörf á að rýma Stjórnarráðið en Hverfisgata 4 rýmd

Ríkisstjórn Íslands, sem setið hefur á fundi í Stjórnarráðshúsinu, hefur rætt við Ríkislögreglustjóra vegna ástandsins sem nú ríkir við Stjórnarráðið. Þar fannst torkennilegur hlutur sem talinn er vera sprengja eða leifar af sprengju.

Leitað að sprengjum í fleiri ráðuneytum

Lögreglan hefur leitað í öðrum ráðuneytum í nágrenni Stjórnarráðsins en samkvæmt upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, Jóhannesi Tómassyni, komu lögreglumenn í ráðuneytið í morgun og skimuðu eftir torkennilegum hlut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×