Innlent

Mikill viðbúnaður við Stjórnarráðið - tilkynnt um sprengju

Mikill viðbúnaður er við Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst tilkynning til þeirra um að hlutur hefði fundist sem gæti mögulega verið sprengja eða leifar af sprengju.

Viðbúnaður er gríðarlegur í miðborginni. Meðal annars eru sérsveitarmenn á vettvangi. Lögregla hefur lokað að hluta Hverfisgötu frá Lækjargötu að Ingólfsstræti.

Þegar haft var samband við Stjórnarráðshúsið var vísað á lögreglu. Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan níu eins og ráð var fyrir gert. Vísir segir frá þróun mála eftir því sem málin skýrast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×