Innlent

Búið að bjarga Bretunum

Búið er að bjarga Bretunum sem voru fastir uppi á Vatnajökli. Það var björgunarfélagið á Hornafirði sem fór eftir þeim um klukkan tíu í morgun. Mennirnir voru blautir og hraktir og tjald þeirra brotið þegar þeir sendu neyðarkallið. Mennirnir voru mjög vel búnir til ferðalagsins.

Mennirnir hugðust ganga frá Kirkjubæjarklaustri, yfir Vatnajökul og til Hafnar. En þeir voru búnir að vera á ferðinni í mánuð en þeir gáfu sér allt að 50 daga til að ljúka þessari göngu.

Um 15 manns frá Björgunarfélaginu tóku þátt í aðgerðinni og var farið á þremur bílum og fjórum sleðum á staðinn.


Tengdar fréttir

Breskir göngumenn í vandræðum upp á Vatnajökli

Björgunarfélag Hornafjarðar var kallað út um klukkan hálf tíu í morgun til að sækja tvo breska ferðamenn sem eru í vandræðum í Norðlingalægð á miðjum Vatnajökli. Eru þeir blautir og hraktir og tjald þeirra brotið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×