Óvíst að Aserum sé greiði gerður ef Íslendingar sitja heima Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. febrúar 2012 17:00 Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það að hætta við þátttöku í Eurovision í Aserbaijan, segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Nafni hans, Páll Óskar Hjálmtýsson, hefur sagt opinberlega að hann vilji að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna mannréttindabrota í landinu. Nýjasta dæmi um þau er að íbúar í Bakú, höfuðborg landsins, hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Þetta er gert til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir keppnina. Páll Magnússon segir að sjónarmið nafna hans séu góð og gild. „Það eru á þessu máli tvær hliðar. Það er hægt að halda því fram að við ættum að mótmæla með því að fara hvergi, en það er líka hægt að leiða nokkur rök að því að við værum ekki að gera fórnarlömbunum neinn greiða með því," segir Páll. Máli sínu til stuðnings segir Páll Magnússon að harðstjórnaraðgerðir af þessu tagi tíðkist á hverjum degi í Aserbaijan. Eina ástæðan fyrir því að þau séu núna komin í heimsfréttir sé sú að þetta hafi verið í tengslum við Eurovision. „Og þá er með góðum rökum hægt að segja að einmitt það að Eurovison sé haldin þarna þá hafi hún vakið athygli á illvirkjum ríkisstjórnar sem annars hefðu ekki komist í hámæli. Annars hefðu þau getað í sínum venjulega friði verið að kúga sína þegna," segir Páll. Páll segir að engin ákvörðun um málið hafi verið tekin. Það liggi svo sem ekki á því. „Enda er keppnin ekki alveg að bresta á," segir Páll. „Núna í lok mánaðarins er fundur útvarpsstjóra Norðurlandanna og ég reikna með að þetta mál muni bera þar á góma þó það sé ekki formlega á dagskrá," segir Páll og bætir því við að hugsanlega muni Norðurlöndin taka sameiginlega afstöðu í þessu máli. En hvað sem þáttöku Íslands í Eurovision líður er ljóst að Söngvakeppni Sjónvarpsins mun hafa sinn gang. Lokakvöldið fer fram næsta laugardagskvöld. Páll segir að Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision séu óskyld mál jafnvel þótt sá háttur hafi jafnan verið hafður á að sá sem vinni keppnin hér heima sé jafnan sendur til þátttöku úti. Tengdar fréttir Amnesty minnir á ófremdarástandið í Aserbaídjan Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Landið, sem heldur Eurovision keppnina þetta árið hefur mikið verið í umræðunni í dag sökum þess að Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur Íslendinga til þess að sniðganga keppnina í ljósi frétta af mannréttindabrotum gegn íbúm í höfuðborginni Bakú sem hafa verið flæmdir brott af heimilum sínum til þess að hægt sé að byggja Kristalshöllina sem á að hýsa keppnina. 8. febrúar 2012 16:31 Eðlilegt að Ríkisútvarpið ræði ástandið í Bakú Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að Ríkisútvarpið og önnur félög innan EBU, sem heldur Eurovision söngkeppnina, taki umræðu um mannréttindabrot sem kunna að vera framin í löndum sem eiga aðild að keppninni. Þetta segir hún aðspurð út í viðbrögð sín við skrifum Páls Óskars Hjálmtýssonar um Eurovision. 8. febrúar 2012 14:28 Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision "Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. 7. febrúar 2012 23:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það að hætta við þátttöku í Eurovision í Aserbaijan, segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Nafni hans, Páll Óskar Hjálmtýsson, hefur sagt opinberlega að hann vilji að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna mannréttindabrota í landinu. Nýjasta dæmi um þau er að íbúar í Bakú, höfuðborg landsins, hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Þetta er gert til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir keppnina. Páll Magnússon segir að sjónarmið nafna hans séu góð og gild. „Það eru á þessu máli tvær hliðar. Það er hægt að halda því fram að við ættum að mótmæla með því að fara hvergi, en það er líka hægt að leiða nokkur rök að því að við værum ekki að gera fórnarlömbunum neinn greiða með því," segir Páll. Máli sínu til stuðnings segir Páll Magnússon að harðstjórnaraðgerðir af þessu tagi tíðkist á hverjum degi í Aserbaijan. Eina ástæðan fyrir því að þau séu núna komin í heimsfréttir sé sú að þetta hafi verið í tengslum við Eurovision. „Og þá er með góðum rökum hægt að segja að einmitt það að Eurovison sé haldin þarna þá hafi hún vakið athygli á illvirkjum ríkisstjórnar sem annars hefðu ekki komist í hámæli. Annars hefðu þau getað í sínum venjulega friði verið að kúga sína þegna," segir Páll. Páll segir að engin ákvörðun um málið hafi verið tekin. Það liggi svo sem ekki á því. „Enda er keppnin ekki alveg að bresta á," segir Páll. „Núna í lok mánaðarins er fundur útvarpsstjóra Norðurlandanna og ég reikna með að þetta mál muni bera þar á góma þó það sé ekki formlega á dagskrá," segir Páll og bætir því við að hugsanlega muni Norðurlöndin taka sameiginlega afstöðu í þessu máli. En hvað sem þáttöku Íslands í Eurovision líður er ljóst að Söngvakeppni Sjónvarpsins mun hafa sinn gang. Lokakvöldið fer fram næsta laugardagskvöld. Páll segir að Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision séu óskyld mál jafnvel þótt sá háttur hafi jafnan verið hafður á að sá sem vinni keppnin hér heima sé jafnan sendur til þátttöku úti.
Tengdar fréttir Amnesty minnir á ófremdarástandið í Aserbaídjan Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Landið, sem heldur Eurovision keppnina þetta árið hefur mikið verið í umræðunni í dag sökum þess að Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur Íslendinga til þess að sniðganga keppnina í ljósi frétta af mannréttindabrotum gegn íbúm í höfuðborginni Bakú sem hafa verið flæmdir brott af heimilum sínum til þess að hægt sé að byggja Kristalshöllina sem á að hýsa keppnina. 8. febrúar 2012 16:31 Eðlilegt að Ríkisútvarpið ræði ástandið í Bakú Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að Ríkisútvarpið og önnur félög innan EBU, sem heldur Eurovision söngkeppnina, taki umræðu um mannréttindabrot sem kunna að vera framin í löndum sem eiga aðild að keppninni. Þetta segir hún aðspurð út í viðbrögð sín við skrifum Páls Óskars Hjálmtýssonar um Eurovision. 8. febrúar 2012 14:28 Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision "Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. 7. febrúar 2012 23:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Amnesty minnir á ófremdarástandið í Aserbaídjan Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Landið, sem heldur Eurovision keppnina þetta árið hefur mikið verið í umræðunni í dag sökum þess að Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur Íslendinga til þess að sniðganga keppnina í ljósi frétta af mannréttindabrotum gegn íbúm í höfuðborginni Bakú sem hafa verið flæmdir brott af heimilum sínum til þess að hægt sé að byggja Kristalshöllina sem á að hýsa keppnina. 8. febrúar 2012 16:31
Eðlilegt að Ríkisútvarpið ræði ástandið í Bakú Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að Ríkisútvarpið og önnur félög innan EBU, sem heldur Eurovision söngkeppnina, taki umræðu um mannréttindabrot sem kunna að vera framin í löndum sem eiga aðild að keppninni. Þetta segir hún aðspurð út í viðbrögð sín við skrifum Páls Óskars Hjálmtýssonar um Eurovision. 8. febrúar 2012 14:28
Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision "Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. 7. febrúar 2012 23:20