Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision 7. febrúar 2012 23:20 mynd/anton „Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. Ástæða þess að Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í keppninni úti í Aserbaídsjan eru fréttir þess efnis að borgaryfirvöld í Bakú, höfuðborg landsins, byggja nú glæsihýsi fyrir keppnina sem fram fer í maí, með því að reka bláfátækt fólk með valdi út úr hreysum sínum og jafna svo heimili þeirra við jörðu. Hann segir að yfirvöld séu að brjóta á mannréttindum þegna sinna. „Afstaða mín er einföld. Ísland á að draga sig útúr Eurovision keppninni í Bakú í Aserbaídsjan. Mannréttindi í fyrsta sæti - Eurovision í öðru sæti. Það er gaman að vera glamúrös - en það er ógeðsleg tilhugsun að vera glamúrös í Kristalshöll sem er byggð á jafn ljótum grunni og með jafn viðbjóðslegri forsögu," segir Páll Óskar. Pistil hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:LJÓTA KRISTALSHÖLLIN.Borgaryfirvöld í Aserbaídsjan byggja núna Kristalshöll og önnur glæsihýsi fyrir Eurovision keppnina, með því að reka bláfátækt fólk með valdi útúr hreysum sínum og jafna svo heimili þeirra við jörðu. Lokað er fyrir rafmagn, gas og vatn í íbúðunum ef fólk drullar sér ekki þaðan út, því hús þeirra eru ekki lengur til í opinberum skjölum. Bæturnar sem fólkinu er boðið eru helmingi lægri en markaðvirði eigna í miðborginni, og nægja því aðeins fyrir lítilli íbúð fyrir utan borgina. Sem sagt, fátæka fólkið er neytt til að fara sem lengst burt frá Bakú. Þegar fréttamenn BBC höfðu samband við borgaryfirvöld, vildi enginn veita viðtöl um málið og strax er skellt á þau um leið og minnst var á þetta mál. Þessa frétt heyrði ég í Speglinum á Rás 1.Hér eru borgaryfirvöld í Aserbaídsjan að brjóta klárlega á mannréttindum þegna sinna. EBU (European Broadcast Union) sem heldur keppnina, sendi frá sér lélega afsökun eða yfirlýsingu í dag. Þar ætla þau sér ekki að gera neitt sérstakt í málinu, Eurovision keppnin verður haldin í óbreyttri mynd, vegna þess að a) Eurovision hefur engar pólítskar skoðanir - er þverpólítisk keppni b) Eurovision á að vera sameiningartákn, ekki sundrungartákn c) Eurovision er svokallað „force of good" sem byggir brýr landa á milli í stað þess að brjóta þær niður. Þau vilja frekar að keppnin sé haldin í landi þar sem mannréttindi eru brotin - í þeirri von að kastljósinu verði þá frekar beitt að brotunum sem annars kæmu aldrei fram í dagsljósið. Mjög dipló og flöffí yfirlýsing.Afsakið mig, EBU - þetta er mjög léleg afsökun fyrir því að láta mannréttidabrot viðgangast og setja engin mörk. Alger aumingjaskapur. Mannréttindabrot blómstra í þegjandi þögninni. ÞAÐ EINA SEM ILLSKA ÞARF TIL AÐ ÞRÍFAST - ER AÐ GÓÐIR MENN GERI EKKI NEITT. Eurovision hefur engar pólítískar skoðanir - en þessi viðbjóður er ekki pólítík, heldur mannréttindabrot. Það ætti að vera þver pólítísk samstaða milli þjóða um að mannréttindabrot verði aldrei liðin.Afstaða mín er einföld. Ísland á að draga sig útúr Eurovision keppninni í Bakú í Aserbaídsjan. Mannréttindi í fyrsta sæti - Eurovision í öðru sæti. Það er gaman að vera glamúrös - en það er ógeðsleg tilhugsun að vera glamúrös í Kristalshöll sem er byggð á jafn ljótum grunni og með jafn viðbjóðslegri forsögu.Söngvakeppni Sjónvarpsins verður haldin í Hörpu núna á laugardaginn 11. Feb. Ég á að vera kynnir þar ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. Ég ætla að kynna þessa keppni sem Söngvakeppni Sjónvarpsins á RÚV, og ekki minnast einu orði á Aserbaídsjan. Ég vil kynna þessa keppni og standa mína plikt af virðingu við listamennina og starfsfólk RÚV sem ég hef alltaf átt gott samstarf með. Þau hafa ekkert með Aserbaídsjan að gera.Ég ræddi við Pál Magnússon hjá RÚV í dag. Hann ræður ferðinni og getur tekið afdrifaríkar ákvarðanir. Við erum sammála um það að Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision í Bakú eru tveir ólíkir hlutir. Takið eftir því að flestar þjóðir út í Evrópu halda sínar eigin söngvakeppnir, en lögin eru ekkert endilega eyrnamerkt Eurovision. Í Svíþjóð heitir keppnin einfaldlega „Melodi-festivalen" o.s.frv. Engar reglur eru til um það hvernig þjóðirnar velja lögin sem taka þátt í Eurovision. Þjóðirnar ráða því sjálfar.Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill. Best að öllu væri ef sjónvarpsstjórar allra Norðurlandanna yrðu sammála um að fara ekki til Aserbaídsjan, og senda fulltrúa sína til að taka þátt í höll sem byggð er með yfirgangi og valdníðslu. Ekki meiri meðvirkni - við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki.Ást og friður, PÁLL ÓSKAR Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. Ástæða þess að Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í keppninni úti í Aserbaídsjan eru fréttir þess efnis að borgaryfirvöld í Bakú, höfuðborg landsins, byggja nú glæsihýsi fyrir keppnina sem fram fer í maí, með því að reka bláfátækt fólk með valdi út úr hreysum sínum og jafna svo heimili þeirra við jörðu. Hann segir að yfirvöld séu að brjóta á mannréttindum þegna sinna. „Afstaða mín er einföld. Ísland á að draga sig útúr Eurovision keppninni í Bakú í Aserbaídsjan. Mannréttindi í fyrsta sæti - Eurovision í öðru sæti. Það er gaman að vera glamúrös - en það er ógeðsleg tilhugsun að vera glamúrös í Kristalshöll sem er byggð á jafn ljótum grunni og með jafn viðbjóðslegri forsögu," segir Páll Óskar. Pistil hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:LJÓTA KRISTALSHÖLLIN.Borgaryfirvöld í Aserbaídsjan byggja núna Kristalshöll og önnur glæsihýsi fyrir Eurovision keppnina, með því að reka bláfátækt fólk með valdi útúr hreysum sínum og jafna svo heimili þeirra við jörðu. Lokað er fyrir rafmagn, gas og vatn í íbúðunum ef fólk drullar sér ekki þaðan út, því hús þeirra eru ekki lengur til í opinberum skjölum. Bæturnar sem fólkinu er boðið eru helmingi lægri en markaðvirði eigna í miðborginni, og nægja því aðeins fyrir lítilli íbúð fyrir utan borgina. Sem sagt, fátæka fólkið er neytt til að fara sem lengst burt frá Bakú. Þegar fréttamenn BBC höfðu samband við borgaryfirvöld, vildi enginn veita viðtöl um málið og strax er skellt á þau um leið og minnst var á þetta mál. Þessa frétt heyrði ég í Speglinum á Rás 1.Hér eru borgaryfirvöld í Aserbaídsjan að brjóta klárlega á mannréttindum þegna sinna. EBU (European Broadcast Union) sem heldur keppnina, sendi frá sér lélega afsökun eða yfirlýsingu í dag. Þar ætla þau sér ekki að gera neitt sérstakt í málinu, Eurovision keppnin verður haldin í óbreyttri mynd, vegna þess að a) Eurovision hefur engar pólítskar skoðanir - er þverpólítisk keppni b) Eurovision á að vera sameiningartákn, ekki sundrungartákn c) Eurovision er svokallað „force of good" sem byggir brýr landa á milli í stað þess að brjóta þær niður. Þau vilja frekar að keppnin sé haldin í landi þar sem mannréttindi eru brotin - í þeirri von að kastljósinu verði þá frekar beitt að brotunum sem annars kæmu aldrei fram í dagsljósið. Mjög dipló og flöffí yfirlýsing.Afsakið mig, EBU - þetta er mjög léleg afsökun fyrir því að láta mannréttidabrot viðgangast og setja engin mörk. Alger aumingjaskapur. Mannréttindabrot blómstra í þegjandi þögninni. ÞAÐ EINA SEM ILLSKA ÞARF TIL AÐ ÞRÍFAST - ER AÐ GÓÐIR MENN GERI EKKI NEITT. Eurovision hefur engar pólítískar skoðanir - en þessi viðbjóður er ekki pólítík, heldur mannréttindabrot. Það ætti að vera þver pólítísk samstaða milli þjóða um að mannréttindabrot verði aldrei liðin.Afstaða mín er einföld. Ísland á að draga sig útúr Eurovision keppninni í Bakú í Aserbaídsjan. Mannréttindi í fyrsta sæti - Eurovision í öðru sæti. Það er gaman að vera glamúrös - en það er ógeðsleg tilhugsun að vera glamúrös í Kristalshöll sem er byggð á jafn ljótum grunni og með jafn viðbjóðslegri forsögu.Söngvakeppni Sjónvarpsins verður haldin í Hörpu núna á laugardaginn 11. Feb. Ég á að vera kynnir þar ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. Ég ætla að kynna þessa keppni sem Söngvakeppni Sjónvarpsins á RÚV, og ekki minnast einu orði á Aserbaídsjan. Ég vil kynna þessa keppni og standa mína plikt af virðingu við listamennina og starfsfólk RÚV sem ég hef alltaf átt gott samstarf með. Þau hafa ekkert með Aserbaídsjan að gera.Ég ræddi við Pál Magnússon hjá RÚV í dag. Hann ræður ferðinni og getur tekið afdrifaríkar ákvarðanir. Við erum sammála um það að Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision í Bakú eru tveir ólíkir hlutir. Takið eftir því að flestar þjóðir út í Evrópu halda sínar eigin söngvakeppnir, en lögin eru ekkert endilega eyrnamerkt Eurovision. Í Svíþjóð heitir keppnin einfaldlega „Melodi-festivalen" o.s.frv. Engar reglur eru til um það hvernig þjóðirnar velja lögin sem taka þátt í Eurovision. Þjóðirnar ráða því sjálfar.Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill. Best að öllu væri ef sjónvarpsstjórar allra Norðurlandanna yrðu sammála um að fara ekki til Aserbaídsjan, og senda fulltrúa sína til að taka þátt í höll sem byggð er með yfirgangi og valdníðslu. Ekki meiri meðvirkni - við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki.Ást og friður, PÁLL ÓSKAR
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira