Grunnskólakennari líkir samkynhneigðum við bankaræningja Erla Hlynsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 19:18 Grunnskólakennari við Brekkuskóla líkir samkynhneigð við það að ræna banka, að því leyti að hvorttveggja sé synd. Foreldri barna við skólann segir kennarann ala á mannhatri og fordómum. Kennarinn, Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, er leiðtogi Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri. Hann skrifaði umdeilda bloggfærslu þar sem hann sagði samkynhneigð vera synd og að laun hennar sé dauði. Foreldri barns í Brekkuskóla gagnrýndi skrif hans harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst þau náttúrulega fyrst og fremst sorgleg. Maður veltir því fyrir sér hvort blessaður maðurinn gengur heill til skógar. Það er auðvitað grafalvarlegt mál að einstaklingur sem hefur það starf að uppfræða börn og unglinga og vinna gegn fordómum, eins og segir í siðareglum kennara, að hann skuli sjá ástæðu til að dreifa þessum sora og ala á jafn miklum fordómum og mannhatri og mér finnst koma fram í skrifum hans," segir Logi Már Einarsson, skólanefndarfulltrúi og foreldri á Akureyri. En Snorri stendur við gagnrýni sína á samkynhneigð. „Þessi kynhegðun er óbiblíuleg og þetta er alveg í sama flokki og hver önnur synd. Vandamálið er að það er verið að gera þennan málaflokk eða þessa synd, það er verið að gera hana eðlilega og menn segja að þetta sé allt í lagi og það séu bara mannréttindi að fá að vera svona. Ef ég væri nú bankaræningi að eðlifari, þá væri búið að setja mig inn fyrir langa löngu," segir Snorri í Betel.En ertu þá í rauninni að líkja því saman að vera bankaræningi og samkynhneigður? „Að því leytinu til, að hvort tveggja kallað synd. Að stela er synd. Að ágirnast er synd. Og að vera samkynhneigður er synd," segir Snorri.Ef að nemandi þinn í skólanum kæmi til þín og segðist vera samkynhneigður, hver myndu þín viðbrögð vera? „Ég myndi sjálfsagt athuga hvort það væri hægt að spjalla við hann," segir Snorri. Engin svör fengust frá skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri vegna málsins. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Grunnskólakennari við Brekkuskóla líkir samkynhneigð við það að ræna banka, að því leyti að hvorttveggja sé synd. Foreldri barna við skólann segir kennarann ala á mannhatri og fordómum. Kennarinn, Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, er leiðtogi Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri. Hann skrifaði umdeilda bloggfærslu þar sem hann sagði samkynhneigð vera synd og að laun hennar sé dauði. Foreldri barns í Brekkuskóla gagnrýndi skrif hans harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst þau náttúrulega fyrst og fremst sorgleg. Maður veltir því fyrir sér hvort blessaður maðurinn gengur heill til skógar. Það er auðvitað grafalvarlegt mál að einstaklingur sem hefur það starf að uppfræða börn og unglinga og vinna gegn fordómum, eins og segir í siðareglum kennara, að hann skuli sjá ástæðu til að dreifa þessum sora og ala á jafn miklum fordómum og mannhatri og mér finnst koma fram í skrifum hans," segir Logi Már Einarsson, skólanefndarfulltrúi og foreldri á Akureyri. En Snorri stendur við gagnrýni sína á samkynhneigð. „Þessi kynhegðun er óbiblíuleg og þetta er alveg í sama flokki og hver önnur synd. Vandamálið er að það er verið að gera þennan málaflokk eða þessa synd, það er verið að gera hana eðlilega og menn segja að þetta sé allt í lagi og það séu bara mannréttindi að fá að vera svona. Ef ég væri nú bankaræningi að eðlifari, þá væri búið að setja mig inn fyrir langa löngu," segir Snorri í Betel.En ertu þá í rauninni að líkja því saman að vera bankaræningi og samkynhneigður? „Að því leytinu til, að hvort tveggja kallað synd. Að stela er synd. Að ágirnast er synd. Og að vera samkynhneigður er synd," segir Snorri.Ef að nemandi þinn í skólanum kæmi til þín og segðist vera samkynhneigður, hver myndu þín viðbrögð vera? „Ég myndi sjálfsagt athuga hvort það væri hægt að spjalla við hann," segir Snorri. Engin svör fengust frá skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri vegna málsins.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira