Markmið endurskoðunar stjórnarskrár "óljós og umdeild" Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2012 13:45 Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands (t.v) og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri. Fræðimenn í lögfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri gagnrýna tillögur stjórnlagaráðs í umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem hefur tillögurnar til umfjöllunar. Þeir segja að markmið endurskoðunar stjórnarskrárinnar nú séu óljós og umdeild. Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt og deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri áttu sæti í sérstakri nefnd sem átti að vera stjórnlagaþingi ráðgefandi og leggja fram tillögur til breytinga stjórnarskránni, en þeir segja í nýrri umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að nefndinni hafi verið veittur of skammur tími til undirbúnings og þá hafi lagaleg afmörkun á hlutverki nefndarinnar verið ófullkomin. Stjórnlagaráð var sem kunnugt er skipað eftir að Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til stjórnlagaþings. Í umsögn sinni til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fjallar um tillögu stjórnlagaráðs, segja þeir að við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir hafi almennt skort á að farið hafi fram fullnægjandi umræða og greining á markmiðum. „Ólíkt því sem halda má fram um endurskoðun íslenskra stjórnlaga við setningu stjórnarskránna 1874, 1920 og 1944 eru markmið endurskoðunar nú að mörgu leyti óljós og umdeild. Þetta kemur ekki síst fram í þeirri staðreynd að tilefni endurskoðunarinnar virðist öðrum þræði vera hrun fjármálakerfis landsins árið 2008 sem þó verður ekki rakið til annmarka íslenskrar stjórnskipunar, a.m.k. ekki með beinum hætti," segja þeir Skúli og Ágúst í umsögn sinni.Tillaga stjórnlagaráðs þarfnast ítarlegri rannsóknar Í umsögninni almennt fjalla þeir um einstök ákvæði í tillögu stjórnlagaráðs, en í niðurlagi umsagnarinnar segir að um sé að ræða róttækustu breytingartillögu á íslenskri stjórnarskrá frá upphafi. Með hliðsjón af þeim hagsmunum sem um sé að tefla sé brýnt að ítarleg rannsókn fari fram á tillögu stjórnlagaráðs í þeim tilgangi að leggja mat á hvers konar efnislega stjórnskipun hún feli í sér og hver líkleg raunveruleg áhrif hennar yrðu. Ákveðin hluti tillagna stjórnlagaráðs lúti að atriðum sem í raun séu ókönnuð og lítil eða engin umræða hafi farið fram um. Þetta eigi einkum við um tillögu stjórnlagaráðs um gerbreytt kosningakerfi svo og breytta tilhögun við myndun ríkisstjórnar og störf hennar. Þeir Skuli og Ágúst telja ótækt að stilla upp einni tillögu í þjóðaratkvæði þar sem afstaða er tekin til fleiri ólíkra og óskyldra efnisatriða. Leggja þeir til að frekar verði haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nokkur stefnumarkandi grundvallar mál, eins og hvort leggja eigi niður embætti forsetans eða afnema synjunarvald hans og hvort setja eigi ákvæði í stjórnarskrá um ríkiseign náttúruauðlinda, og hvort fara eigi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hin evangelíska lúterska kirkja eigi að vera áfram þjóðkirkja Íslands, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja þeir að ef ekki sé hægt að fara að ábendingum þeirra telji þeir óhjákvæmilegt að meginreglur stjórnskipunarinnar standi áfram óhaggaður og breytingartillögur verði einskorðaðar við úrbætur sem um ríkir almenn samstaða. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fræðimenn í lögfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri gagnrýna tillögur stjórnlagaráðs í umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem hefur tillögurnar til umfjöllunar. Þeir segja að markmið endurskoðunar stjórnarskrárinnar nú séu óljós og umdeild. Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt og deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri áttu sæti í sérstakri nefnd sem átti að vera stjórnlagaþingi ráðgefandi og leggja fram tillögur til breytinga stjórnarskránni, en þeir segja í nýrri umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að nefndinni hafi verið veittur of skammur tími til undirbúnings og þá hafi lagaleg afmörkun á hlutverki nefndarinnar verið ófullkomin. Stjórnlagaráð var sem kunnugt er skipað eftir að Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til stjórnlagaþings. Í umsögn sinni til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fjallar um tillögu stjórnlagaráðs, segja þeir að við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir hafi almennt skort á að farið hafi fram fullnægjandi umræða og greining á markmiðum. „Ólíkt því sem halda má fram um endurskoðun íslenskra stjórnlaga við setningu stjórnarskránna 1874, 1920 og 1944 eru markmið endurskoðunar nú að mörgu leyti óljós og umdeild. Þetta kemur ekki síst fram í þeirri staðreynd að tilefni endurskoðunarinnar virðist öðrum þræði vera hrun fjármálakerfis landsins árið 2008 sem þó verður ekki rakið til annmarka íslenskrar stjórnskipunar, a.m.k. ekki með beinum hætti," segja þeir Skúli og Ágúst í umsögn sinni.Tillaga stjórnlagaráðs þarfnast ítarlegri rannsóknar Í umsögninni almennt fjalla þeir um einstök ákvæði í tillögu stjórnlagaráðs, en í niðurlagi umsagnarinnar segir að um sé að ræða róttækustu breytingartillögu á íslenskri stjórnarskrá frá upphafi. Með hliðsjón af þeim hagsmunum sem um sé að tefla sé brýnt að ítarleg rannsókn fari fram á tillögu stjórnlagaráðs í þeim tilgangi að leggja mat á hvers konar efnislega stjórnskipun hún feli í sér og hver líkleg raunveruleg áhrif hennar yrðu. Ákveðin hluti tillagna stjórnlagaráðs lúti að atriðum sem í raun séu ókönnuð og lítil eða engin umræða hafi farið fram um. Þetta eigi einkum við um tillögu stjórnlagaráðs um gerbreytt kosningakerfi svo og breytta tilhögun við myndun ríkisstjórnar og störf hennar. Þeir Skuli og Ágúst telja ótækt að stilla upp einni tillögu í þjóðaratkvæði þar sem afstaða er tekin til fleiri ólíkra og óskyldra efnisatriða. Leggja þeir til að frekar verði haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nokkur stefnumarkandi grundvallar mál, eins og hvort leggja eigi niður embætti forsetans eða afnema synjunarvald hans og hvort setja eigi ákvæði í stjórnarskrá um ríkiseign náttúruauðlinda, og hvort fara eigi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hin evangelíska lúterska kirkja eigi að vera áfram þjóðkirkja Íslands, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja þeir að ef ekki sé hægt að fara að ábendingum þeirra telji þeir óhjákvæmilegt að meginreglur stjórnskipunarinnar standi áfram óhaggaður og breytingartillögur verði einskorðaðar við úrbætur sem um ríkir almenn samstaða. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira