Markmið endurskoðunar stjórnarskrár "óljós og umdeild" Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2012 13:45 Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands (t.v) og Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri. Fræðimenn í lögfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri gagnrýna tillögur stjórnlagaráðs í umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem hefur tillögurnar til umfjöllunar. Þeir segja að markmið endurskoðunar stjórnarskrárinnar nú séu óljós og umdeild. Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt og deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri áttu sæti í sérstakri nefnd sem átti að vera stjórnlagaþingi ráðgefandi og leggja fram tillögur til breytinga stjórnarskránni, en þeir segja í nýrri umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að nefndinni hafi verið veittur of skammur tími til undirbúnings og þá hafi lagaleg afmörkun á hlutverki nefndarinnar verið ófullkomin. Stjórnlagaráð var sem kunnugt er skipað eftir að Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til stjórnlagaþings. Í umsögn sinni til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fjallar um tillögu stjórnlagaráðs, segja þeir að við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir hafi almennt skort á að farið hafi fram fullnægjandi umræða og greining á markmiðum. „Ólíkt því sem halda má fram um endurskoðun íslenskra stjórnlaga við setningu stjórnarskránna 1874, 1920 og 1944 eru markmið endurskoðunar nú að mörgu leyti óljós og umdeild. Þetta kemur ekki síst fram í þeirri staðreynd að tilefni endurskoðunarinnar virðist öðrum þræði vera hrun fjármálakerfis landsins árið 2008 sem þó verður ekki rakið til annmarka íslenskrar stjórnskipunar, a.m.k. ekki með beinum hætti," segja þeir Skúli og Ágúst í umsögn sinni.Tillaga stjórnlagaráðs þarfnast ítarlegri rannsóknar Í umsögninni almennt fjalla þeir um einstök ákvæði í tillögu stjórnlagaráðs, en í niðurlagi umsagnarinnar segir að um sé að ræða róttækustu breytingartillögu á íslenskri stjórnarskrá frá upphafi. Með hliðsjón af þeim hagsmunum sem um sé að tefla sé brýnt að ítarleg rannsókn fari fram á tillögu stjórnlagaráðs í þeim tilgangi að leggja mat á hvers konar efnislega stjórnskipun hún feli í sér og hver líkleg raunveruleg áhrif hennar yrðu. Ákveðin hluti tillagna stjórnlagaráðs lúti að atriðum sem í raun séu ókönnuð og lítil eða engin umræða hafi farið fram um. Þetta eigi einkum við um tillögu stjórnlagaráðs um gerbreytt kosningakerfi svo og breytta tilhögun við myndun ríkisstjórnar og störf hennar. Þeir Skuli og Ágúst telja ótækt að stilla upp einni tillögu í þjóðaratkvæði þar sem afstaða er tekin til fleiri ólíkra og óskyldra efnisatriða. Leggja þeir til að frekar verði haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nokkur stefnumarkandi grundvallar mál, eins og hvort leggja eigi niður embætti forsetans eða afnema synjunarvald hans og hvort setja eigi ákvæði í stjórnarskrá um ríkiseign náttúruauðlinda, og hvort fara eigi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hin evangelíska lúterska kirkja eigi að vera áfram þjóðkirkja Íslands, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja þeir að ef ekki sé hægt að fara að ábendingum þeirra telji þeir óhjákvæmilegt að meginreglur stjórnskipunarinnar standi áfram óhaggaður og breytingartillögur verði einskorðaðar við úrbætur sem um ríkir almenn samstaða. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Fræðimenn í lögfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri gagnrýna tillögur stjórnlagaráðs í umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem hefur tillögurnar til umfjöllunar. Þeir segja að markmið endurskoðunar stjórnarskrárinnar nú séu óljós og umdeild. Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt og deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri áttu sæti í sérstakri nefnd sem átti að vera stjórnlagaþingi ráðgefandi og leggja fram tillögur til breytinga stjórnarskránni, en þeir segja í nýrri umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að nefndinni hafi verið veittur of skammur tími til undirbúnings og þá hafi lagaleg afmörkun á hlutverki nefndarinnar verið ófullkomin. Stjórnlagaráð var sem kunnugt er skipað eftir að Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til stjórnlagaþings. Í umsögn sinni til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fjallar um tillögu stjórnlagaráðs, segja þeir að við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú stendur yfir hafi almennt skort á að farið hafi fram fullnægjandi umræða og greining á markmiðum. „Ólíkt því sem halda má fram um endurskoðun íslenskra stjórnlaga við setningu stjórnarskránna 1874, 1920 og 1944 eru markmið endurskoðunar nú að mörgu leyti óljós og umdeild. Þetta kemur ekki síst fram í þeirri staðreynd að tilefni endurskoðunarinnar virðist öðrum þræði vera hrun fjármálakerfis landsins árið 2008 sem þó verður ekki rakið til annmarka íslenskrar stjórnskipunar, a.m.k. ekki með beinum hætti," segja þeir Skúli og Ágúst í umsögn sinni.Tillaga stjórnlagaráðs þarfnast ítarlegri rannsóknar Í umsögninni almennt fjalla þeir um einstök ákvæði í tillögu stjórnlagaráðs, en í niðurlagi umsagnarinnar segir að um sé að ræða róttækustu breytingartillögu á íslenskri stjórnarskrá frá upphafi. Með hliðsjón af þeim hagsmunum sem um sé að tefla sé brýnt að ítarleg rannsókn fari fram á tillögu stjórnlagaráðs í þeim tilgangi að leggja mat á hvers konar efnislega stjórnskipun hún feli í sér og hver líkleg raunveruleg áhrif hennar yrðu. Ákveðin hluti tillagna stjórnlagaráðs lúti að atriðum sem í raun séu ókönnuð og lítil eða engin umræða hafi farið fram um. Þetta eigi einkum við um tillögu stjórnlagaráðs um gerbreytt kosningakerfi svo og breytta tilhögun við myndun ríkisstjórnar og störf hennar. Þeir Skuli og Ágúst telja ótækt að stilla upp einni tillögu í þjóðaratkvæði þar sem afstaða er tekin til fleiri ólíkra og óskyldra efnisatriða. Leggja þeir til að frekar verði haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nokkur stefnumarkandi grundvallar mál, eins og hvort leggja eigi niður embætti forsetans eða afnema synjunarvald hans og hvort setja eigi ákvæði í stjórnarskrá um ríkiseign náttúruauðlinda, og hvort fara eigi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hin evangelíska lúterska kirkja eigi að vera áfram þjóðkirkja Íslands, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja þeir að ef ekki sé hægt að fara að ábendingum þeirra telji þeir óhjákvæmilegt að meginreglur stjórnskipunarinnar standi áfram óhaggaður og breytingartillögur verði einskorðaðar við úrbætur sem um ríkir almenn samstaða. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira