Ótrúlega erfiðar aðstæður við björgun sjómannsins 26. janúar 2012 14:49 Olver Arnes var í áhöfn þyrlunnar sem bjargaði sjómanninum. Mynd: Sondre Dalaker / NRK Norski þyrluflugmaðurinn Olver Arnes segir í viðtali við NRK að björgunaraðgerðir á Norðurhafi í gærdag hafi verið einstaklega erfiðar. Hann var á annarri björgunarþyrlunni af tveimur, sem var við leit, þegar Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag. Þrír karlmenn á sextugsaldri eru taldir af. Einum manni var bjargað eftir að hann hafði verið í sjónum í tæpa fjórar klukkustundir. Arnes segir í viðtali við NRK að aðstæður hafi verið erfiðar, enda gríðarlega vont veður. Þannig lýsir hann því að ölduhæð hafi verið 15 til 20 metrar á hæð. Hallgrímur sökk tæplega 300 kílómetrum frá landi og því tók það þyrlurnar rúmlega klukkustund að fljúga á svæðið. Þannig hafði áhöfnin aðeins hálftíma til þess að leita að sjómönnunum áður en þeir þurftu að snúa við til þess að fylla á tank vélarinnar. Arnes segir að þeir hafi komið auga á sjómanninn, sem var bjargað, rúmlega fimm í gær. Hann hélt í tóma olíutunnu auk þess sem hann var í flotbúning. Arnes segir Íslendinginn, sem var yngstur af sjómönnunum um borð, hafa verið í ótrúlega góðu ástandi, bæði líkamlega og andlega. Tengdar fréttir Sjómaðurinn vel á sig kominn - þriggja enn leitað Maðurinn, sem var bjargað úr sjónum síðdegis, er kominn í land, og er vel á sig kominn. Þriggja er enn saknað eftir að íslenskur togari sökk um 270 kílómetrum norðvestur af Stad sem er nærri Álasundi. 25. janúar 2012 19:13 Tveir mannanna frá Suðurnesjum Tveir af sjómönnunum þremur sem eru taldir af eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 fórst í Noregshafi í gærdag, eru frá Suðurnesjum. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 26. janúar 2012 12:09 Sjómaðurinn var í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum Íslenski sjómaðurinn, sem var bjargað úr Noregshafi í gærdag, var búinn að vera í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum þegar þyrlu norsku gæslunnar fann hann. Maðurinn var vel búinn enda komst hann í flotbúning áður en togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag. 26. janúar 2012 11:01 Íslenskt skip sökk nærri Noregi - þriggja saknað Landhelgisgæslunni barst kl. 13:14 neyðarkall frá íslensku togskipi með fjóra menn um borð sem var staðsett innan norskrar lögsögu eða 150 sjómílur Norðvestur af Álasundi í Noregi. 25. janúar 2012 17:42 Átti að selja skipið í brotajárn - fárviðri á svæðinu Skipið, sem sökk nærri Noregi, var á leiðinni þangað þar sem selja átti það í brotajárn. Ekki er gefið upp hvað togarinn heitir en þriggja manna er saknað eins og Vísir hefur greint frá eftir að skipið sökk fyrr í dag. Norskir fjölmiðlar telja að þeir séu allir Íslendingar. 25. janúar 2012 18:12 Togarinn sem sökk heitir Hallgrímur SI-77 Búið er að greina frá nafni skipsins sem sökk í Noregi í fjölmiðlum þar í landi. Togarinn heitir Hallgrímur SI-77 og er frá Siglufirði. Búið er að ná í alla aðstandendur mannanna sem voru um borð í togaranum. Eins og greint hefur verið frá þá hefur einum manni verið bjargað. Hann var fluttur til Álasunds og er ástand hans gott. 25. janúar 2012 19:26 Mennirnir taldir af - leit hætt Mannana þriggja, sem leitað var nærri Noregi eftir að togarinn Hallgrímur IS-77 sökk, eru taldir af samkvæmt norskum fjölmiðlum. Einum var bjargað á sjötta tímanum í dag. Hann er við góða heilsu. 25. janúar 2012 22:08 Fundu mannlausan björgunarbát Aftenposten í Noregi greinir frá því að leitarmenn hafi fundið mannlausan björgunarbát í kvöld. Þriggja manna er saknað eftir að skipið Hallgrímur SI-77 sökk um 270 kílómetrum frá Stad, nærri Álasundi, um klukkan hálf tvö í dag. 25. janúar 2012 20:08 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Norski þyrluflugmaðurinn Olver Arnes segir í viðtali við NRK að björgunaraðgerðir á Norðurhafi í gærdag hafi verið einstaklega erfiðar. Hann var á annarri björgunarþyrlunni af tveimur, sem var við leit, þegar Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag. Þrír karlmenn á sextugsaldri eru taldir af. Einum manni var bjargað eftir að hann hafði verið í sjónum í tæpa fjórar klukkustundir. Arnes segir í viðtali við NRK að aðstæður hafi verið erfiðar, enda gríðarlega vont veður. Þannig lýsir hann því að ölduhæð hafi verið 15 til 20 metrar á hæð. Hallgrímur sökk tæplega 300 kílómetrum frá landi og því tók það þyrlurnar rúmlega klukkustund að fljúga á svæðið. Þannig hafði áhöfnin aðeins hálftíma til þess að leita að sjómönnunum áður en þeir þurftu að snúa við til þess að fylla á tank vélarinnar. Arnes segir að þeir hafi komið auga á sjómanninn, sem var bjargað, rúmlega fimm í gær. Hann hélt í tóma olíutunnu auk þess sem hann var í flotbúning. Arnes segir Íslendinginn, sem var yngstur af sjómönnunum um borð, hafa verið í ótrúlega góðu ástandi, bæði líkamlega og andlega.
Tengdar fréttir Sjómaðurinn vel á sig kominn - þriggja enn leitað Maðurinn, sem var bjargað úr sjónum síðdegis, er kominn í land, og er vel á sig kominn. Þriggja er enn saknað eftir að íslenskur togari sökk um 270 kílómetrum norðvestur af Stad sem er nærri Álasundi. 25. janúar 2012 19:13 Tveir mannanna frá Suðurnesjum Tveir af sjómönnunum þremur sem eru taldir af eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 fórst í Noregshafi í gærdag, eru frá Suðurnesjum. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 26. janúar 2012 12:09 Sjómaðurinn var í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum Íslenski sjómaðurinn, sem var bjargað úr Noregshafi í gærdag, var búinn að vera í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum þegar þyrlu norsku gæslunnar fann hann. Maðurinn var vel búinn enda komst hann í flotbúning áður en togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag. 26. janúar 2012 11:01 Íslenskt skip sökk nærri Noregi - þriggja saknað Landhelgisgæslunni barst kl. 13:14 neyðarkall frá íslensku togskipi með fjóra menn um borð sem var staðsett innan norskrar lögsögu eða 150 sjómílur Norðvestur af Álasundi í Noregi. 25. janúar 2012 17:42 Átti að selja skipið í brotajárn - fárviðri á svæðinu Skipið, sem sökk nærri Noregi, var á leiðinni þangað þar sem selja átti það í brotajárn. Ekki er gefið upp hvað togarinn heitir en þriggja manna er saknað eins og Vísir hefur greint frá eftir að skipið sökk fyrr í dag. Norskir fjölmiðlar telja að þeir séu allir Íslendingar. 25. janúar 2012 18:12 Togarinn sem sökk heitir Hallgrímur SI-77 Búið er að greina frá nafni skipsins sem sökk í Noregi í fjölmiðlum þar í landi. Togarinn heitir Hallgrímur SI-77 og er frá Siglufirði. Búið er að ná í alla aðstandendur mannanna sem voru um borð í togaranum. Eins og greint hefur verið frá þá hefur einum manni verið bjargað. Hann var fluttur til Álasunds og er ástand hans gott. 25. janúar 2012 19:26 Mennirnir taldir af - leit hætt Mannana þriggja, sem leitað var nærri Noregi eftir að togarinn Hallgrímur IS-77 sökk, eru taldir af samkvæmt norskum fjölmiðlum. Einum var bjargað á sjötta tímanum í dag. Hann er við góða heilsu. 25. janúar 2012 22:08 Fundu mannlausan björgunarbát Aftenposten í Noregi greinir frá því að leitarmenn hafi fundið mannlausan björgunarbát í kvöld. Þriggja manna er saknað eftir að skipið Hallgrímur SI-77 sökk um 270 kílómetrum frá Stad, nærri Álasundi, um klukkan hálf tvö í dag. 25. janúar 2012 20:08 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Sjómaðurinn vel á sig kominn - þriggja enn leitað Maðurinn, sem var bjargað úr sjónum síðdegis, er kominn í land, og er vel á sig kominn. Þriggja er enn saknað eftir að íslenskur togari sökk um 270 kílómetrum norðvestur af Stad sem er nærri Álasundi. 25. janúar 2012 19:13
Tveir mannanna frá Suðurnesjum Tveir af sjómönnunum þremur sem eru taldir af eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 fórst í Noregshafi í gærdag, eru frá Suðurnesjum. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 26. janúar 2012 12:09
Sjómaðurinn var í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum Íslenski sjómaðurinn, sem var bjargað úr Noregshafi í gærdag, var búinn að vera í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum þegar þyrlu norsku gæslunnar fann hann. Maðurinn var vel búinn enda komst hann í flotbúning áður en togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag. 26. janúar 2012 11:01
Íslenskt skip sökk nærri Noregi - þriggja saknað Landhelgisgæslunni barst kl. 13:14 neyðarkall frá íslensku togskipi með fjóra menn um borð sem var staðsett innan norskrar lögsögu eða 150 sjómílur Norðvestur af Álasundi í Noregi. 25. janúar 2012 17:42
Átti að selja skipið í brotajárn - fárviðri á svæðinu Skipið, sem sökk nærri Noregi, var á leiðinni þangað þar sem selja átti það í brotajárn. Ekki er gefið upp hvað togarinn heitir en þriggja manna er saknað eins og Vísir hefur greint frá eftir að skipið sökk fyrr í dag. Norskir fjölmiðlar telja að þeir séu allir Íslendingar. 25. janúar 2012 18:12
Togarinn sem sökk heitir Hallgrímur SI-77 Búið er að greina frá nafni skipsins sem sökk í Noregi í fjölmiðlum þar í landi. Togarinn heitir Hallgrímur SI-77 og er frá Siglufirði. Búið er að ná í alla aðstandendur mannanna sem voru um borð í togaranum. Eins og greint hefur verið frá þá hefur einum manni verið bjargað. Hann var fluttur til Álasunds og er ástand hans gott. 25. janúar 2012 19:26
Mennirnir taldir af - leit hætt Mannana þriggja, sem leitað var nærri Noregi eftir að togarinn Hallgrímur IS-77 sökk, eru taldir af samkvæmt norskum fjölmiðlum. Einum var bjargað á sjötta tímanum í dag. Hann er við góða heilsu. 25. janúar 2012 22:08
Fundu mannlausan björgunarbát Aftenposten í Noregi greinir frá því að leitarmenn hafi fundið mannlausan björgunarbát í kvöld. Þriggja manna er saknað eftir að skipið Hallgrímur SI-77 sökk um 270 kílómetrum frá Stad, nærri Álasundi, um klukkan hálf tvö í dag. 25. janúar 2012 20:08