Messi á forsíðu Time | Ég gef allt fyrir landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2012 11:30 Lionel Messi á forsíðu Time. Mynd/Time og heimasíða Barcelona. Lionel Messi segir að honum sárni ásakanir um að honum finnist ekki jafn mikilvægt að spila með landsliði Argentínu og félagsliði sínu, Barcelona. Messi er 24 ára gamall en hefur búið í Barcelona síðan hann var tólf ára gamall. Mörgum heima fyrir gremst það en Messi hefur ekki alltaf náð að sýna sínar bestu hliðar í argentínska landsliðsbúningnum. „Já, þetta er sárt og hefur angrað mig," sagði Messi um þessa umræðu í viðtali við Time-tímaritið en hann er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem kemst á forsíðu þessa fræga rits. „Það sem er sagt er einfaldlega ekki satt - að mér finnist ekki jafn mikilvægt að spila fyrir landsliðið." „Það hefur mér aldrei fundist. Ég held að fólk verði að skilja að þetta er liðsíþrótt og ég reyni að spila eins og ég geri í Barcelona. Ég geri alltaf mitt allra besta." „Ég hef aldrei hætt að vera Argentínumaður. Ég er stoltur af því, jafnvel þótt ég eigi ekki lengur heima þar. Ég hef alltaf lagt ríka áherslu á þetta, frá því að ég var ungur." „Barcelona er í dag heimili mitt vegna félagsins og fólksins sem hefur gefið mér allt. En ég mun aldrei hætta að vera Argentínumaður." Hann er einnig spurður um Cristiano Ronaldo, leikmann Real Madrid, en sífellt er verið að bera þá saman í fjölmiðlum um allan heim. Hann segir að það ríkir ekki óvild á milli þeirra. „Það held ég ekki. Ég hef aldrei hugsað sérstaklega mikið við hann og ég hef aldrei borið mig saman við aðra leikmenn." „Ég reyni bara að ná betri árangri á hverju ári, bæði sem leikmaður og sem hluti af liðsheild. Það er ekkert sem breytir því. Ég held að hann [Ronaldo] sé góð persóna. Mér finnst hann góður leikmaður sem hefur fært Real Madrid mikið. Hann getur haft úrslitaáhrif á leiki." „En nei, ég vil ekki bera mig saman við Ronaldo." Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Lionel Messi segir að honum sárni ásakanir um að honum finnist ekki jafn mikilvægt að spila með landsliði Argentínu og félagsliði sínu, Barcelona. Messi er 24 ára gamall en hefur búið í Barcelona síðan hann var tólf ára gamall. Mörgum heima fyrir gremst það en Messi hefur ekki alltaf náð að sýna sínar bestu hliðar í argentínska landsliðsbúningnum. „Já, þetta er sárt og hefur angrað mig," sagði Messi um þessa umræðu í viðtali við Time-tímaritið en hann er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem kemst á forsíðu þessa fræga rits. „Það sem er sagt er einfaldlega ekki satt - að mér finnist ekki jafn mikilvægt að spila fyrir landsliðið." „Það hefur mér aldrei fundist. Ég held að fólk verði að skilja að þetta er liðsíþrótt og ég reyni að spila eins og ég geri í Barcelona. Ég geri alltaf mitt allra besta." „Ég hef aldrei hætt að vera Argentínumaður. Ég er stoltur af því, jafnvel þótt ég eigi ekki lengur heima þar. Ég hef alltaf lagt ríka áherslu á þetta, frá því að ég var ungur." „Barcelona er í dag heimili mitt vegna félagsins og fólksins sem hefur gefið mér allt. En ég mun aldrei hætta að vera Argentínumaður." Hann er einnig spurður um Cristiano Ronaldo, leikmann Real Madrid, en sífellt er verið að bera þá saman í fjölmiðlum um allan heim. Hann segir að það ríkir ekki óvild á milli þeirra. „Það held ég ekki. Ég hef aldrei hugsað sérstaklega mikið við hann og ég hef aldrei borið mig saman við aðra leikmenn." „Ég reyni bara að ná betri árangri á hverju ári, bæði sem leikmaður og sem hluti af liðsheild. Það er ekkert sem breytir því. Ég held að hann [Ronaldo] sé góð persóna. Mér finnst hann góður leikmaður sem hefur fært Real Madrid mikið. Hann getur haft úrslitaáhrif á leiki." „En nei, ég vil ekki bera mig saman við Ronaldo."
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira