Ölgerðin harmar að fyrirtæki séu dregin að ósekju inn í saltmálið 16. janúar 2012 16:16 Ölgerðin harmar að fyrirtæki sem keypt hafi óvottað salt til annarra nota en í matvæli frá fyrirtækinu séu dregin inn í umræðuna um iðnaðarsalt en um helgina gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur opinberan lista yfir þau fyrirtæki sem keypt hefðu saltið. Ölgerðin bendir hinsvegar á að mörg fyrirtæki, bæði í matvælaiðnaði og annars staðar, hafi keypt óvottað salt frá Ölgerðinni til annarra nota en í matvæli. Fyrr í dag benti Eðalfiskur ehf. til að mynda á að saltið sem fyrirtækið keypti hefði farið í að bera salt á svellbunkana á bílastæðinu fyrir utan, en ekki í matvælagerð. Í tilkynningu ítrekar Ölgerðin einnig að óvottaða saltið sé fullkomlega lögleg vara og ekkert athugavert við að flytja inn og selja slíkt salt. „Eins og margoft hefur komið fram er innihaldið í vottuðu salti og óvottuðu salti frá AkzoNobel það sama. Munurinn er eingöngu fólginn í því hvort eftirlit með vörunni sé vottað eftirlit, eins og krafa er gerð um fyrir hráefni í matvæli. Danski framleiðandinn fullyrðir að óvottaða saltið sé hættulaust til neyslu." Þá er það áréttað að Ölgerðin og fulltrúar þess hafi aldrei reynt að blekkja einn eða neinn hvað þessa vöru varðar. „Saltið hefur alltaf verið afhent í upprunalegum umbúðum og engin tilraun verið gerð til að fela útlit og eiginleika vörunnar. Kaupendum hefur alltaf staðið til boða nákvæmt vörulýsingarblað með saltinu og slík vörulýsing hefur alltaf fylgt með þegar stærri matvælafyrirtæki hafa óskað eftir formlegum tilboðum í magnkaup á salti." „Ölgerðin og þau fyrirtæki sem notuðu þetta salt í matvælaframleiðslu hafa viðurkennt andvaraleysi og mistök, vegna þess að saltið var ekki stimplað "food grade" og hafði ekki tilskylda vottun til nota í matvælaiðnaði. Ölgerðin biðst afsökunar á þeim mistökum," segir að lokum. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Ölgerðin harmar að fyrirtæki sem keypt hafi óvottað salt til annarra nota en í matvæli frá fyrirtækinu séu dregin inn í umræðuna um iðnaðarsalt en um helgina gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur opinberan lista yfir þau fyrirtæki sem keypt hefðu saltið. Ölgerðin bendir hinsvegar á að mörg fyrirtæki, bæði í matvælaiðnaði og annars staðar, hafi keypt óvottað salt frá Ölgerðinni til annarra nota en í matvæli. Fyrr í dag benti Eðalfiskur ehf. til að mynda á að saltið sem fyrirtækið keypti hefði farið í að bera salt á svellbunkana á bílastæðinu fyrir utan, en ekki í matvælagerð. Í tilkynningu ítrekar Ölgerðin einnig að óvottaða saltið sé fullkomlega lögleg vara og ekkert athugavert við að flytja inn og selja slíkt salt. „Eins og margoft hefur komið fram er innihaldið í vottuðu salti og óvottuðu salti frá AkzoNobel það sama. Munurinn er eingöngu fólginn í því hvort eftirlit með vörunni sé vottað eftirlit, eins og krafa er gerð um fyrir hráefni í matvæli. Danski framleiðandinn fullyrðir að óvottaða saltið sé hættulaust til neyslu." Þá er það áréttað að Ölgerðin og fulltrúar þess hafi aldrei reynt að blekkja einn eða neinn hvað þessa vöru varðar. „Saltið hefur alltaf verið afhent í upprunalegum umbúðum og engin tilraun verið gerð til að fela útlit og eiginleika vörunnar. Kaupendum hefur alltaf staðið til boða nákvæmt vörulýsingarblað með saltinu og slík vörulýsing hefur alltaf fylgt með þegar stærri matvælafyrirtæki hafa óskað eftir formlegum tilboðum í magnkaup á salti." „Ölgerðin og þau fyrirtæki sem notuðu þetta salt í matvælaframleiðslu hafa viðurkennt andvaraleysi og mistök, vegna þess að saltið var ekki stimplað "food grade" og hafði ekki tilskylda vottun til nota í matvælaiðnaði. Ölgerðin biðst afsökunar á þeim mistökum," segir að lokum.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira