Innlent

Velti bíl í hálku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ökumaður velti bifreið sinni á Biskupstungnabraut í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi slasaðist enginn í veltunni. Full ástæða er til að vara fólk við hálku í Árnessýslu og víðar.

Vegagerðin segir að það sé hálka á Hellisheiði og í Þrengslum. Snjóþekja er á Mosfellsheiði en hálka á flestum aðalleiðum og í uppsveitum.

Vestanlands er hálka víðast hvar en þó sumstaðar snjóþekja, skafrenningur er einnig á Holtavörðuheiði.

Áframhaldandi hálka er svo á Vestfjörðum og sumstaðar skafrenningur.

Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur á Vatnsskarði, annars er hálka eða snjóþekja ásamt éljagangi og snjókomu víða. Þó er þæfingsfærð og skafrenningur á Hófaskarði.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka og snjóþekja og sumstaðar éljagangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×